Hvað á Evrópa að gera?

 ESB er furðulegt samband, hafa verið kerfisbundið að eyðileggja friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna. Afhverju? Hvað óttast ESB?

Þegar friður kemst á, þá gæti það þýtt að Bandaríkin fækki herlið sitt í Evrópu eins og Trump hefur talað um. Og það vill ESB ekki. Í þessu liggur ótti ESB, að vera kippt í burtu af spenanum hjá Bandaríkjunum.

ESB óttast einnig að án Bandaríkjanna, þá minnkar vægi Evrópu í heimsmálunum.

Nú þegar er enginn að hlusta á ESB, fá ekki að taka þátt í friðarsamningum, sem þó eru um lönd í Evrópu, þ.e.a.s. Úkraína og Rússland.

Viðbrögðin hafa verið aumkunarverð. Mikið gelt og stríðsyfirlýsingar. Starmer og Macron tala um að senda hermenn til Úkraínu o.s.frv. En enginn tekur mark á þeim og hlusta á þá.

Hvað ætti Evrópa að gera?

Í fyrsta lagi átta sig hvernig framtíðar stríð gæti verið háð...
150 milljónir Rússa munu aldrei há hefðbundið stríð við 450 milljónir ESB. Aldrei. Það verða notuð kjarnorkuvopn, svo ESB getur sparað sér mikil herútgjöld með þessa vitneskju í huga.

Bretar og Frakkar eiga kjarnorkuvopn og það er einnig fælingarmáttur. Möguleiki að Þjóðverjar smíði sér kjarnorkusprengjur líka, geta gert það á örskammri stundu.

Rússar hafa engann áhuga á landvinningum í Evrópu, eiga of mikið af landi. Svo afhverju ættu Rússar að vilja lélegt land í Evrópu án náttúruauðæva? Hver vill Woke þjóðfélög Evrópu?

Það eru þvert á móti Rússar sem hafa ótta af innrásum frá Vestrinu. Hvað segir sagann okkur? Innrásir frá Vestrinu hafa komið frá Víkingum, Pólverjum, Svíum, Napoleon (Frakkar) og Þjóðverjum (Hitler). Förum yfir hvað Evrópa ætti að gera.

(1) Taka upp friðsamleg samskipti við Rússa og hefja viðskipti, sem eru bestu friðarsamningar sem hægt er að hugsa sér.

(2) Hætta að senda vopn til Úkraínu, enda fara þau öll jafnóðum í brotajárn, það er sparnaður.

(3) Halda sig við 2% herfjárlögin, en ná betri hagkvæmni við hergagna framleiðslu.

(4) Ekki treysta á að Bandaríkin verji Evrópu.

(5) Þurfa aðeins hófleg herútgjöld, því hefðbundið stríð við Rússa mun aldrei gerast.

Rússar hafa margoft lýst yfir að þeir vilja friðsamleg samskipti við Evrópu og vera hluti af Evrópu, enda Evrópuþjóð. En Nato stækkun og áætlanir um að velta stjórnvöldum úr sessi og búta landið í sundur og ná nátttúruauðævum Rússlands, eru ekki beint friðsamleg samskipti.

Það þarf hugarfarsbreytingu í Evrópu, en það mun aldrei gerast með staðnað Sovétríki Evrópu í Brussel.

Miklar líkur eru að Nato leysist upp og ESB. Og Þýskaland er svo illa statt efnahagslega út af dýrri orku og án ódýrrar Rússneskar orku, að landið gæti farið í þrot og fari Þýskaland í þrot, þá er ESB búið að vera. Það er ekki nema von að ESB stjórnast af móðursýki þessar stundirnar. Upplausn svipað á tímum endaloka Sovétríkjanna.

Á sama tíma á Íslandi eru flokkar hérna að keppast við að koma okkur inn í ESB sem er brennandi hús.

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband