Trump tollastríð og tækifæri Íslands
4.4.2025 | 16:09
Bandaríkin eru á leið í gjaldþrot að óbreyttu
Ekkert land getur tekið 2 Trilljarða viðskiptahalla, ár eftir ár og borgað 1 trilljarð í vaxtagjöld. Margir hérna á Íslandi eru í æsingagír sem byggist á réttrúnaði og vanþekkingu.
Ísland á mikil tækifæri í þessarri stöðu, við erum nefnilega í viðskiptahalla gagnvart Bandaríkjunum, sem er jákvætt séð frá Bandaríkjunum.
Í staðinn fyrir tíðar ferðir utanríkisráðherra til Brussel, þá ætti hún að gleyma deyjandi ESB og fara frekar til Washington
Semja upp á nýtt....
Núna eigum við að taka út alla tolla og hveta Bandarikin að fylgja í kjölfarið.
Land sem er í plús ætti að öllu jöfnu taka sliku boði.
Ísraelar eru að taka út alla tolla á Bandarískar vörur.... ALLA.... Og Víetnamar sem eru að fá á sig 38% tolla, hringdu í Trump og vilja hafa tolla í núlli....0%....
Íslendingar gætu lært eitthvað af þeim.
Gegnum heilt þá eru 10% tollar það lægsta.
En ég hef enga trú á þessarri ESB ríkisstjórn að gera rétta hluti.
Trump spáir 6-7 trilljarða í tekjur af tollum. Er ekki svo viss um það?
Því tollar gætu þýtt minni innflutning, og því minni tollatekjur.
En... það þýðir líka minni viðskiptahalla. Ég held að þetta sé óvissuferð.
Og sársaukafullt, tímabundið.
En svo er spurningin hvað Bandarísku fyrirtækin gera? Þau munu tapa á útflutningi (tollar á USA vörur). En styrkja stöðu sína á innanlandsmarkaði.
Bandaríkjamenn hafa ekki ennþá náð að keyra upp olíu og gas framleiðslu, því það tekur tíma að vinda ofan af reglugerðarfargan Biden. Það eru gríðarleg sóknartækifæri þar.
Til að efnahagur blómstri þarf:
1) Sjálfbærni í orkumálum. Trump er að gefa í olíuframleiðslu og ætlar að verða olíuútflutningsríki. Sem þýðir gríðarlegan sterkann efnahag.
2) nægar náttúruauðlindir, matvæli og málma
3) Lítið ríkisbákn, þýðir, möguleiki á skattalækkunum sem örva efnahagslífið á allan hátt. Einkavæðing. Þetta er Trump að gera.
4) Minnka reglugerðarfargan
5) Lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki.
6) Róbótavæðing og gervigreind og Fjórða iðnbyltingin keyrir hagkerfið upp.
Allt hér að ofan gæti tekist. En það verða tímabundnar þjáningar á meðann hagkerfið er að breyta um áherslur.
Bandaríkjamenn eins og Rússar stefna á að vera sjálfbærir í framleiðslu, báðar þjóðirnir hafa allt innanlands og geta það. Eina sem Bandaríkin vantar eru sjaldgæfir málmar, en Grænland gæti bætt það upp.
Það fer lítið fyrir í umræðunni hérna er að Kirill Dimitry sérstakur efnahagsráðgjafi Putin er í Washington. En svo virðist sem Trump og Putin ætla að stilla saman strengi efnahagslega. Rússland er ekki á tollalistanum enda í viðskiptaþvingunum.
Kirill sagði að Rússar væru sama um viðskiptaþvinganir og væru ekki að leitast eftir að þeim væri afleitt. Því þvingarnar hafa eflt Rússneska innanlandsframleiðslu og það var 4,3 % hagvöxtur í fyrra.
Bandaríkjamenn eru með sömu stefnu... vilja hafa sterka innanlandsframleiðslu og óháðir öðrum.
Bandaríkjamenn taka hinsvegar aðeins taka við vörum frá Rússlandi sem hentar, olía, orku eins og kjarnorkueldsneyti, hveiti, sjaldgæfir málmar og áburður.
Nú þegar eru 150 Bandarísk fyrirtæki starfandi eða í dvala í Rússlandi.
Bandaríkjamenn tala um að opna fyrir SWIFT, leyfa Mastercard og VISA að starfa og opna upp á gátt viðskipti á milli landanna.
Bandaríkin og Rússland hafa einnig talað um að vinna saman á norðurslóðum og að Bandarísk fái að fjárfesta í Rússneskum orkugeira.
Á sama tíma er ESB lamað... fær á sig 20% tolla og er illa leikið út af viðskiptaþvingunum á Rússa. Hafa ekki aðgang að ódýrri rússneskri orku og geta ekki keppt við kínversk fyrirtæki eða einn eða neinn. Brussel gæti verið nógu vitlaust og svarað fyrir sig og espað upp tollastríðið. 20% tollur gæti þá breyst í 40% toll. Eitt er víst að ESB draumar þessarrar ríkisstjórnar eru líklega á enda.
ESB eyddi 9 Trilljarða í græna orku og rétttrúnaðarstefnu. Árangurinn er ENGINN.
Þýskaland er í afiðnvæðingu út af orkuskorti.
Og svo gæti verið að ESB þoli ekki álagið og fari á hausinn og leysist upp eins og Sovétríkin.
ESB getur ekki verið í tollastríði við Bandaríkin, lokað á ódýra rússneska orku og keppt við Kína um vörur.
Næsta skref Íslands er EINFALT........... afnema alla tolla á Bandaríkin.
Afhverju eru annars tollar á Bandarískar vörur? Tollar bitna bara á neytandanum og er skattheimta.