UPPFÆRUM STJÓRNARSKRÁNNA...

 

 

Breytum stjórnarskránni

 

UPPFÆRUM STJÓRNARSKRÁNNA...
Við búum ekki við lýðræði. Það skýrir afspyrnulélegt stjórnarfar sem við höfum búið við frá upphafi. Stjórnarskráin er arfur frá konungstíma Dana og er í engum tengslum við nútímaraunveruleika.

Það þarf aðeins að breyta tveimur greinum og koma að málskotsrétti og persónukjör.
Fulltrúalýðræði, er ekki lýðræði, heldur hálf-lýðræði.
Við kjósum einhverja fulltrúa, og við höfum enga stjórn, hvernig ríkisstjórn við fáum, sem oftast er einhver samsuða, um eitthvað sem enginn vill. Útkoman er alltaf einhverjar málamiðlanir, sem er enginn stjórnun á landinu.
Flokksræði, býður upp á spillingu, og ómögulegt er að skipta út vanhæfum stjórnmálamönnum. Þaulsetnir þingmenn hafa setið á þingi í allt að fjórum áratugum.
Valdið kemur frá þjóðinni, ekki þingmönnum.

Og því er eðlilegt að þjóðin geti kosið í gegnum málskotsréttinn um mikilvæg mál og stöðvað glórulausar gjörðir þingmanna, sem oft eru ekki með Íslenska hagsmuni í húfi, heldur erlenda.
Fulltrúa"lýðræði" er óskapnaður sem telst ekki vera lýðræði.
Bara samanþjöppun valds, fárra útvalda, sem geta hangið á þingi í allt að fjóra áratugi, eins og dæmi segja til um.

Enn og aftur....

Valdið kemur frá þjóðinni... ekki alþingi.

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband