Helför Þýskalands aðför að lýðræði
3.5.2025 | 08:47
Núna eru að berast ógnvænlegar fréttir um væntanlegt bann á hægriflokkinn AFD í Þýskalandi, sem er ansi nöturlegt í ljósi sögunnar, en ...
.... akkúrat núna fyrir 80 árum var Hitler að fremja sjálfsmorð í byrgi sínu og Fasismi að líða undir lok í Þýskalandi.
En Fasisminn er að vakna upp aftur! Talað er að um verja lýðræði...
Síðann hvenær er það að verja lýðræði eins og ríkisstjórnin að segja, að banna stjórnmálaflokka?
Það er akkúrat þveröfugt á almennan skilning á hvað lýðræði og málfrelsi stendur fyrir.
Það eru öll einkenni einræðisstjórnar að banna vinsælasta stjórnmálaflokk Þýskalands..... núna þarf að bregðast hart við!
Það er ljóst að málfrelsi og lýðræði á undir högg að sækja í Evrópu.
Já Þýskaland er í svo dökkum málum...þá verstu í 80 ár eða 1945...þegar Hitler var sigraður.
Þetta skrifast upp á tíma þar sem ríkistjórnin hefur í rétttrúnaði sínum komið Þýskalandi á leið niður fátækt og af-iðnvæðingu. Ríkisstjórnin lokaði kjarnorkuverum og bannaði ódýra Rússneska orku. Og þar með er landið á leið í fátækt.
Það er einhver örvænting í gangi, þegar flokkar í stjórnarandstöðu, mega ekki gagnrýna hrunstefnuna í innflytjendamálum, en glæpir eru í hæstu hæðum, og efnahagurinn í rúst.
Fólkið í Austur Þýskalandi man enn frekar eftir Fasisma, en það eru aðeins 34 ár síðan Berlínarmúrinn fell. Þar var ein brjálæðislegasta hugsana lögregla í anda 1984 hans George Orwells starfandi.
STASI hét hún.... það mátti hreinlega ekki hugsa og allir voru að klaga alla... Öll þjóðin var gerð að útsendurum STASI, þar sem fólk var kært fyrir hugsanaglæpi.
AFD er núna vinsælasti stjórnarandstöðu flokkur Þýskalands.
Flokkur sem vill bjarga Þýskalandi, t.d. Með því að opna fyrir ódýra Rússneska orku í gegnum Nordstream o.s.frv. Semja um frið í Úkraínu, í staðinn fyrir að senda vopn og peninga. Núverandi (komandi) ríkisstjórn ætlar að hervæða Þýskaland í væntanlegt stríð við Rússland (á að berjast með kjarnorkuvopnum)?
Peningar sem eru ekki til og ekki er hægt að gera án ódýrar orku.
Helför í efnahagsmálum blasir allsstaðar við og án lýðræðis.
Hvað segja Bandaríkjamenn?
Germany has rebuilt the Berlin Wall Vance
US Vice President J.D. Vance has accused Germany of rebuilding the Berlin Wall
Germany is tyranny in disguise" Rubio
US Secretary of State Marco Rubio has branded Germany a tyranny after the AfD party was labeled extremist
Dökkir dagar Þýsklands eru framundann.... enginn mun taka mark á þegar Þýskaland fer að jarma á alþjóðavettvangi um LÝÐRÆÐI OG MÁLFRELSI.
Það verður hlegið að þeim og Þýskland verður meðhöndlað sem eitt einfræðisríkið sem leyfir ekki stjórnarandstöðu.
Olaf Scholz er ennþá með skynsemistýru, en hann hvetur til þess að AFD verði ekki bannaður. Kannski að hann geri sér grein fyrir afleiðingum á slíkri gjörð? Vonandi og þá er smá von fyrir lýðræðið í Þýskalandi.
Leyfum ekki að nýr Berlínarmúr sé reistur upp, akkúrat upp á dag síðan Hitler var felldur, en Seinni Heimsstyrjöldin lauk 8 maí 1945, eða akkúrat 80 ár síðann.
Bann á AFD er núna yfirvofandi.... hvað segir heimurinn? Æra Þýskalands er í húfi, sérstaklega í ljósi sögunnar.