Fríverslunarsamningur við Bandaríkin
8.5.2025 | 09:33
Það fer ekki framhjá neinum að Bandaríkin eru í viðskiptastríði við heimin. Hann tekur sérstaklega hart á þeim sem eru fjandsamleg Bandaríkjunum og tala illa um þau og vinna gegn Bandaríkjunum. Það þarf því að tóna niður alla gagnrýni og fjandsemi gegn Trump, sem er þó aðeins að gera sem hann var kosinn til... verja hagsmuni Bandaríkjanna.
Hann setti ofurtolla á flest ríki heimsins. En lágmarkstolla á Ísland eða 10%
En 10% bíta samt í, fyrir íslensku fiskvinnslufyrirtækin.
Allt telur. Og við erum með tolla á Bandarískar vörur. Afhverju?
Tollar hafa stundum verið hugsaðir sem tæki til að vernda innlenda framleiðslu.
En hvað er verið að vernda hérna? Við erum ekki að framleiða bíla og aðra hátæknivörur eins og við erum að flytja inn frá Bandaríkjunum.
Guði sé lof þá erum við með viðskiptahalla við Bandaríkin, svo skrítið sem það hljómar. En það gefur okkur svigrúm og er sennilega ástæða þess að við fengum aðeins 10% toll á okkur. Við erum að flytja inn meira en við flytjum út til Bandaríkjanna.
Tækifærið er núna. Trump gaf þjóðum 90 daga glugga til að semja upp á nýtt með tollafrelsi.
Ég veit ekki hvað er verið að gera? Er verið að semja á bakvið luktar dyr eða er ekki verið að gera neitt? Engar fréttir.
Tollar eru skattar á almenning, enn ein skattpíningin, þeir gagnast engum í endanum annað en að hækka vöruverð og gera lífið erfiðra.
Ísland er útflutnings og innflutningsland og er sárlega háð erlendum viðskiptum.
Því þarf að bretta upp ermarnar og fara í alvöru viðræður við Bandaríkin um að fella niður alla tolla. Byrjum fyrst....tökum niður alla tolla á Bandarískar vörur. Tölum síðan við Trump og segjum.... sjáðu við stigum fyrsta skrefið.
Það eru gríðarlegir hagsmunir í gangi fyrir Ísland að hafa góð viðskiptatengsl við Bandaríkin. Við misstum góðann markað í Rússlandi sem er í forsvari fyrir BRICS... þar er eitthvað sem við þurfum að laga líka. Og við þurfum að hugsa fram í tíman og gera fríverslunarsamning við BRICS blokkina.
Ísland á að vera hlutlaus þjóð í deilum stórveldana og hugsa um ÍSLENSKA hagsmuni fyrst og fremst og hagsmunirnir liggja í frjálsum viðskiptum.