Indland

 Stórveldið Indland er núna á tímamótum á svo margann hátt.

Það stendur núna á þröskuldi þess að vera í stríði við Pakistan, sem er gamall fjandmaður Indverja.

Bæði ríkin eru kjarnorkuveldi með ca. 170-180 kjarnorkuodda hvert.

Það hafa alltaf verið núningur á milli Múslima og Hindúa á Indlandi frá upphafi.

Það fór í hámæli, 1948, þegar Indland lýsti yfir sjálfsstæði.

Múslimar vildu ekki búa með Hindúum og vildu eigið ríki. Sjálfur Gandhi reyndi að miðla málum. Átök brutust út. Og að lokum, þá varð úr að Pakistan varð til.

Gríðarlegir fólksflutningar urðu þá til, þar sem Hindúar fóru frá Pakistan og svo öfugt. En það var þó eitt hérað sem varð eftir og hefur verið skotspónn síðann.

Það er Kasmír héraðið. Það er núna að hluta til í stjórn Indverja og að hluta Pakistana. Báðar þjóðir gera tilkall. Og síðann 1948, hafa fjölda landamæra átaka átt sér stað á milli ríkjanna. En aldrei þó farið úr böndunum. Alltaf endað.

Í dag eru ríkin hugsanlega að fara í alvöru stríð. Það kemur í ljós næstu vikuna, hvort hægt sé að draga úr spennu eða ekki.

Staða ríkjanna er gjörólíkt.

Pakistan sem er háð Kínverjum sem hafa fjárfest mikið þar, eru bláfátæk þjóð.

Eini styrkleiki þeirra er kjarnorkuvopn.

Indverjar saka Pakistani að standa fyrir hryðjuverkum í Indlandi og vera gróðrarstíga hryðjuverkasella. Sem er rétt, meira að segja utanríkisráðherra þeirra viðurkenndi að landið hafi verið misnotað af Vestrinu og öðrum og þetta hafi verið athvarf hryðjuverkahópa. Mujaheddin, Talibanar, og fleiri hafa átt griðastað þar.

Sjálfur Osama Bin Laden var falin af yfirvöldum í Pakistan og heimili hans var í sömu götu og Pakistönsk herstöð. Bandaríkjamenn þurftu að senda sérsveitir til að ráðast inn í Pakistan til að taka hann út

Enginn sigrar stríð. En það má þó greina ótta hjá Pakistönum.

Vegna þess að Indverjar eru í mikilli siglingu efnahagslega.

Þetta er BRICS þjóð og leiðir innri starfs þess. Landið er í miklum efnahaglegu uppleið og margir spá landinu sem efnahagsveldi sem það er nú þegar.

Indverski herinn er einnig mun sterkari. Hver sigrar stríð, byggist á efnahagsmætti og hernaðar. Og í ljósi þessa, hafa Pakistanir nú þegar hótað að nota kjarnorkuvopn, ef allt fer í þrot.

Afar óábyrg yfirlýsing og ekki sæmandi kjarnorkuþjóð.

Ég held þó að átökin munu aðallega fara fram í Kasmír, ef þau stigmagnast.

Þetta verður staðbundið stríð á því svæði. Ef Pakistanir munu nota kjarnorkusprengju, þá hefði það óendanlegar afleiðingar og afskipti heimsins.

Ég trúi ekki að slíkt gerist.

Við erum núna að horfa á hugsanlega fyrstu alvöru átök kjarnorkuvelda.

Indverjar munu sigra hefðbundið stríð.
Það hefur efnahagsmáttinn og vel útbúinn her. Peningar skipta máli.

Indverjar hafa verið skynsamir. Þeir eiga vini í Rússum og Bandaríkjamönnum og hafa haldið hlutleysi sínu í efnhagsátökum Rússa og Vestursins og ekki látið undan þrýstingi Vestursins um efnahagsþvinganir á Rússa. Skynsamleg stefna sem mun borga sig.

Núna í gær voru að berast ógnvænlegar fréttir, Forsætisráðherra Pakistans hefur boðað til neyðarfundar í Þjóðarstjórninni, hernaðarstofnuninni sem ber ábyrgð á notkun og geymslu kjarnorkuvopna Pakistans. Líklega er verið að gefa leyfi og blessun á notkun kjarnorkuvopna.

Þegar þjóð ætlar að bera fyrir sig notkun kjarnorkuvopna, þá segir það mikið til um getu þess og örvæntingu.

En sjáum til.... næsta vikan sem skera úr, hvort ástandið hjaðni eða stigmagnast.

Ofan á þetta gætum við einnig séð átök Irana og Bandaríkjamanna, út af áætlunum Irana um að byggja kjarnorkusprengju. Athyglisverð staða í Asíu.

Íslendingar eiga góð samskipti við Indland, voru um daginn að gera fríverslunarsamning við Indland í gegnum EFTA. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland. Því Indland er risamarkaður, rísandi heimsveldi og BRICS þjóð. Núna hefur Ísland fríverslunarsamninga við tvö fjölmennustu ríki heimsins og BRICS þjóðir, Indland og Kína. Þetta mun skipta máli, því BRICS er rísandi veldi.

Ég veit lítið um viðskipti eða tengsl Íslands við Pakistan? Landið er bláfátækt og það væri fróðlegt að vita ef það séu einhver viðskipti við Pakistan? Aftur á móti þá eru núna áætlanir um beint flug á milli Indlands og Íslands, sama með Kína, þetta gæti þýtt að mikla breytingar á samsetningu ferðamanna til Íslands.

P.s. aðeins nokkrum klst. eftir að ég skrifaði greinina, voru að koma fréttir um vopnahlé á milli Indlands og Pakistan.

 

 

Heimildir og listi yfir átök ríkjanna.:

https://en.wikipedia.org/wiki/Indo-Pakistani_wars_and_conflicts

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband