Alþingi verður að deila völdum með þjóðinni

 Eftir að hafa skoðað stjórnmálasögu Íslands.... þá virðist ekki skipta máli, hvað stjórnmálaflokkar kalla sig, hægri eða vinstri.... það er enginn munur á stefnu þeirra.

Þeir stjórnast af hagsmunum flokkana, frekar þjóðarinnar.....

Það er eitthvað þögult samkomulag á milli þeirra að halda hlutunum óbreyttum.

Við sáum þetta 2012, þegar við reyndum að breyta um stjórnarskrá og koma að beinu lýðræði og láta stjórnamálamenn deila völdum með þjóðinni.

Þeir gleyma undir eins og þeir komast á þing að þeir eru starfandi í umboði þjóðarinnar og VALDIÐ ER HJÁ ÞJÓÐINNI... ekki þeim.

Svo afhverju vilja þeir ekki koma á beinu lýðræði og deila völdunum?

Getur verið að kerfið hérna sé orðið of rotið og spillt, að allar breytingar séu bældar niður.  2012 þjóðaratkvæðagreiðslan var eitt dæmi um slíkt.

Þar kom fram skýr vilji þjóðarinnar að fá meiri völd í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ofan á þetta hefur hratt og örugglega hefur verið að sneiða fullveldi Íslands niður, innan veggja EES, þrátt fyrir að engar heimildir eru til í Stjórnarskránni fyrir slíku fullveldisafsali.

ÁN FULLVELDI ER EKKI LÝÐRÆÐI...

Á Íslandi búum við hálflýðræði. Það kallast fulltrúalýðræði.

Þar eru ákveðnir aðilar eru kosnir í gegnum flokkakerfi og til þess að vera umboðsmenn ákveðins hóps kjósenda. Í gegnum þingflokkana erum við því með FLOKKSRÆÐI.

Fulltrúinn og flokkræðið, bjóða upp á mikla spillingu. Enginn veit hvernig stjórnarmynstrið verður eftir kosningar, og fulltrúar veljast í gegnum flokksræðið inn í valdastöður flokkana og ef kjósandi ætlar að kjósa flokk, þá gæti hann endað með að fá á sig vanhæfan fulltrúa, sem hann hefur engan áhuga að kjósa, en verður að kjósa með, ef hann vill fá flokkinn í stjórn.

Fulltrúinn, er vanalega ekki að hugsa um að vera umboðsmaður/fulltrúi, kjósenda sinna.

Heldur er hann upptekinn að hugsa um sérhagsmuni og hagsmuni flokksins, umfram hag kjósenda sinna.

Fulltrúalýðræðið býður því upp á mikla spillingu sérhagsmuna og baktjaldamakks.

Til eru lausnir við þessu:

  1. Beint lýðræðiskerfi

  2. Persónukjör

Fyrir lýðræðislegann markaðssinna eins og mig, þá er beina lýðræðið og persónukjör, einmitt í anda frelsi einstaklingsins til að ráða eigin örlögum og fá að kjósa einstaklinga til að vera fulltrúi sinn.

Alþingi verður að deila völdum með þjóðinni. Stjórnarfarið hérna er í mikill stöðnun.

Og stjórnamálamenn eru hreinlega hættir að hlusta á fólkið...
En býður kerfið upp á, samtryggingu þeirra. Svo þeim er nkl. sama...
Það er blaðrað í kosningabaráttu um fallega framtíð og loforð.
En allir vita að þetta er bara loforð sem ekki er ætlunin að standa við. Eina leiðin til að láta stjórnmálamenn standa við orð sín er í gegnum beint lýðræði. Málskotsréttur...

Að þjóðin geti gripið fram í hendurnar í málum sem eru hreinlega í gegn hagsmunum þjóðarinnar. Og oftast hefur það verið vegna EES samningsins....

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband