Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Ný heimsmynd

Ný heimsmynd!

Það urðu kaflaskil í heimsstjórnmálum núna í febrúar 2022.

Algjörlega breyttir tímar framundann. Nýtt kalt stríð skollið á.

Í raun byrjaði það með viðskiptaþvingunum á Rússa 2014 eftir að þeir endurheimtu Krím, sem var alltaf þeirra.

Viðskiptaþvinganir eru stríðsyfirlýsing, árás á annað ríki, ætlað til að hnésetja það. Svelta til hlýðni við málstað sem er ekki þeirra.

Stöðugar viðskiptaþvinganir eru slæm viðskipti fyrir alla, enginn er betri friðarsamningur, en viðskipti á milli landa, þar sem þjóðir vinna saman að bættum hag beggja. Allir græða á því að vinna saman.

-Vesturlönd, sviku loforð frá 1991 um að stækka ekki til austur.

-Vesturlönd hafa ekki virt Istanabul sáttmálan frá 1999, um að stækkun mætti ekki vera á kostnað á öryggi annars.

-Úkraína neitaði að standa við Minsk samkomulagið 2014.

Allt svikin loforð. Og þegar Nató stóðu fyrir því að Úkraína, myndi gerast Nato aðili með "open policy" og Nató eldflaugar og herstöðvar myndu rísa upp í Úkraínu, þá átti Putin engra annarra kosta völ.

Því það er ömögulegt að verja Rússland með flatlendi Úkraínu og Rússland og eldflaugar í 4 mínútna fjarlægð frá Moskvu. Þetta er raunveruleg ástæða innrásar Rússa í Úkraínu.

Þetta snýst ekkert um Putin, hvaða leiðtogi Rússlands með eitthvað á milli eyrnanna myndi gera þetta sama.

Stríð er ljótt...en svona er raunveruleikinn ...aðrar þjóðir vilja komast yfir náttúrauðlindir þínar.

Allir vilja vera ríkir og efstir í fæðukeðjunni.

Ef Rússland væri ekki svona sterkt hernaðarlega, þá væru Bandaríkinn löngu búinn að taka yfir Rússland, og komast yfir náttúruauðlindir þess.

 

Nýja heimsmyndin er þessi:

Vesturlönd reyna (hafa reynt þegar) að hnésetja Rússa á allann hátt, setja allar þær viðskiptahömlur sem þeir geta.

Hef verið að greina stöðu Rússlands, efnahagslega. Rússar geta lifað án vestursins.

Efnahagsþvinganir 2014, styrktu Rússland á allann hátt. Rússar hafa kerfisbundið gert sig óháðari Vesturlöndum á öllum stigum. Rússland hefur allt...olíu, gas, málma, mannauð og er stærsti hveitiútflytjandi í heimi. Rússland gæti faktískt lokað sig af og lifað af.

Rússland er gríðarlega háþróað land, tæknilega séð. Vinnuaflið er hámenntað og harðduglegt.

Kínverjar og Rússar ætla að vinna saman.

Það er kominn nýr valdapóll....Rússland/Kína.

Kínverjar vita að ef þeir ætla að taka Taiwan, þá bíður þeirra sama og Rússa núna.

Vesturlönd munu reyna að loka á orku til þeirra og loka þá af.

En með gas og olíusamningum við Rússa, þá er ekki hægt að loka af birgðarleiðir til þeirra.

Og matvæli? Rússar geta brauðfætt Kínversku þjóðina.

Rússar eru annar stærstu olíuútflytjandi í heimi. Stærstir í gasi, Stærsti í kornútflutningi og eiga alla sjaldgæfustur málma í heimi. Þeir gætu í raun slökkt á hagkerfi heimsins.

 

Kína er annað stærsta hagkerfi í heimi. Það er ekki hægt að setja viðskiptaþvinganir á þá án þess að fá heimskreppu.

Rússar eru núna með háþróuðustu hernaðartæki í heimi. Electronic warfare, hypersonic eldflaugar, bestu kafbáta og herþotur og eldflaugarvarnarkerfi.

Saman eru Kínverjar og Rússar, sterkasta aflið í heiminum.

Vesturlönd hafa sofið á verðinum. Vestrið upptekið af Woke og Cancel Culture og hatur á eigin menningu og gildum hafa veikt þessar þjóðir. Vesturlönd eru í hnignun.

Öll móðursýki núna gagnvart Rússum segir að Vesturlönd viti af þessu og hræðsla ráði móðursýkinni.

Bandaríkin eru í efnahagslægð með Alzheimer forseta við völd. Ríki með 30 trillijónir í skuldir er ekkert efnahagsveldi.

Alveg sama hvað Bandaríkin munu gera, efnahagurinn er á niðurleið og Bandaríkin að missa hlutverk sitt sem eina stórveldi heimsins.

Sama hvaða ráðstafanir þeir grípa til, skv. Bandarískum hagfræðingum, þá er efnahagskreppa framundann. Nokkuð sem Biden stjórnin ræður ekki við með sinni efnahagsstefnu Sósíalismans. Trump gæti mögulega lagað eitthvað. En það er bara of seint.

 

Þar sem Rússar eru annað stærsta olíuútflytjandi í heimi og stærsti gas.

Kínverjar og Rússar ætla að útiloka dollarann úr viðskiptum sínum og margar Asíuþjóðir. Og dollarinn missir því gildi sitt í olíuviðskiptum og hrapar eftirspurn. Sem er hættumerki fyrir 30 milljarða skuldsetta þjóð. Þeir munu því eiga erfitt að fjármagna skuldir sínar. Petro dollarinn er úti.

Nú þegar eru flestar þjóðir heimsins að hugsa um staðgengil fyrir SWIFT kerfið, því það er ekki hægt að treysta á duttlunga Vestursins.

Flestar Asíu þjóðir eru nú þegar að hugsa um að taka Dollarann út í viðskiptum sínum og nota Dollar sem varagjaldeyrisforða. Það eru gríðarlegir dökkir tímar fyrir Bandaríkinn. Biden hefur náð að hnésetja heilt heimsveldi á einu ári með hverri einu ákvörðun rangri. Ekki ein einasta ákvörðun er rétt. Bandaríkin hafa prentað 80% af öllum dollurum í umferð, bara frá 2020. Það skýrir verðbólguna, og ofan á þetta er allt í uppnámi út af viðskiptaþvingunum á Rússa.

Allt er að hækka í heiminum. Biden bjó til heimskreppu. Olía, gas, sjaldgæfir málmar, korn og tækniafurðir allt í ofsahækkunum.

OG RÚSSAR MUNU STANDA UPPI SEM SIGURVEIGARAR!

Það eru líka aðrar hliðar á þessu. Glóbalisminn er búinn að vera.

Núna verða framundann tvær blokkir. Kínverjar/Rússar og svo Indverjar.

Indverjar ætla líka að vinna náið með Rússum, þeim er sama um Vesturlönd.

Indverjar skrifuðu nýlega undir stórfellda viðskiptasamninga við Rússa, sama gerðu Kínverjar.

Rússar munu einbeita sér að viðskiptum við Asíu, Afríku og Suður Ameríku.

Við eigum eftir að BRICS blokkina verða að nýju viðskiptastórveldi, og þar munu Rússar blómstra.

BRICS getur ekki verið án Rússa, heimurinn getur ekki verið án Rússa.

Nú þegar, hafa margar S-Ameriku þjóðir lýst yfir vilja sínum að vinna með Rússum og Kínverjum.

Þreyttar á yfirgangi Bandaríkjanna á efnahag þeirra og sjálfstæði. SWIFT skrefið og eilífðar viðskiptaþvinganir, hafa sannfært lönd heimsins að ekki er hægt að treysta Bandaríkjamönnum.

Það er sem sagt, komin ný heimsmynd, þar sem glóbalisminn er úti og nýr veruleiki er runninn upp, hvort sem fólk líkar það betur eða verr.

 

Eina sem Vestrið getur gert og ætti að gera, er að uppfylla varnarþörf áráttu Rússa og fara að vinna með þeim og hætta fjandskap með efnahagsþvingunum (sem er stríð) og vera bara vinir.

Rússar hafa alltaf viljað halla sér að vestrinu frá tímum Péturs mikla, en Vestrið það vill það ekki.

Vestrið sá sjálft um eigin tortímingu...með ofsahatri á Rússum, hroka með að gera ekki varnarsamninga við Rússa, og útiloka Rússaviðskipti. En viðskipti eru bestu friðarsamningar sem hægt er að hugsa sér. Núna hefur Vestrið ekkert á Rússa til að ógna þeim með.

Vestrið gegnsýrt af Woke, Cancel Culture hefur tekið verstu ákvarðanir í sögunni.

Vestrið gegnsýrt af Rússafóbíu er búið að vera....

 

Ný heimsmynd

 


Rússafóbía - Rússahatur

Hvað er Rússafóbía/hatur? Ég ólst upp í Kaldastríðinu. Og las blöðin frá því ég var smástrákur. Öll blöð á Vesturlöndum voru einróma. Rússar voru vont fólk og Rússarnir vildu okkur illt. Ekkert gott kæmi frá þessu fólki. Kerfisbundið hatur á Rússum kennt í gegnum fjölmiðlana.
Og þetta síaðist inn í blóðkerfið hjá mér, alla leið fram til fullorðinsára. Þar til ég hitti fyrsta Rússann.... Því meira sem ég kynntist Rússlandi, Því betur gerði ég mér grein fyrir þessu stórkostlega menningarríki. Rússar alltaf reynst Íslendingum vel, t.d. í Þorskastríðunum og Hruninu. Eftir að ég kynntist tengdafólkinu mínu, og venjulegum Rússum. Þá rann upp fyrir mér, að þetta var sama fólkið og á Íslandi. Bara venjulegt fólk sem var að reyna að lifa af í daglegu brauðstriti.
Það sem við Íslendingar gætum lært af Rússum, er öll lífsgleðin, öll hjálpsemin, ótrúleg gestrisni. Rússar dansa og syngja í sínum veislum. Brúðkaup taka 2 daga. Ef þú ferð í matarboð, þá gæti það tekið 8 klst. borðað, dansað og drukkið. Allir gestir koma færandi í veisluna með gjafir.
Ef þú eignast Rússneskann vin, þá er hann lífstíðarvinur.
Rússneska fjölskyldan, t.d. í Mari El Republic, nær ekki aðeins til fjölskyldukjarnans sjálfs, heldur er öll ættin reiðubúin til að hjálpa þér. Sem sagt miklu sterkari fjölskyldubönd þarna en á Íslandi.
Venjulegi Rússinn hugsar ekki mikið um stjórnmál, hann er of upptekin af daglegu brauðstriti.
Núna á að banna Rússum vegabréf til Íslands...Þórdís ætlar að gera það. Veit ekki hvernig áhrif það hefur á mína konu. En það þýðir að ég get ekki fengið tengdamóðir mína í heimsókn eða rússneska vini. Afar hatursfullt athæfi að láta þetta bitna á venjulegu fólki.
Fólk verður að hugsa sinn gang....ekki láta hjarðeðlið stjórna för....
Gera sér grein fyrir að venjulegi Rússinn er nkl. eins og venjulegi Íslendingurinn. Rússar minna mig gríðarlega á Íslenska hugsunarháttinn fyrir 30 árum. En Íslenski hugsanahátturinn hefur gjörbreyst á tímum Woke og Cancel Culture. Og Íslenski hugsanahátturinn er gjörbreyttur. Komin önnur þjóð hérna, uppfullur af hatri á Íslenskum gildum. Sjáum Cancel Culture flokka eins og Pírata, Samfylkingu og fleiri. Ekkert Íslenskt gott, bara Brussel og fjölmenning.
Land þar sem maður þorir varla að segja að maður elski Ísland, án þess að vera kallaður rasisti....
Í Guðana bænum ekki blanda stórveldapólítk saman við mannlega þáttinn og ekki fylgja hjörðinni, vera smá hugrökk og vera með sjálfsstæðar skoðanir.
Kærleikurinn sigrar allt....From russia with love

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband