Bloggfærslur mánaðarins, október 2024

Úr EES og tvíhliða fríverslunarsamningur gerður

ESB er hnignandi ríkjasamband sem er í eðli sínu á sama stalli og Sovétríkin.

Evrópa er orkulaus eftir viðskiptastríð við Rússa, sem Evrópa tapaði.

Þýskaland sem er aðal driffjöður ESB er í kreppu og af-iðnvæðingu. Öfgastefnur í umhverfismálum og án ódýrar rússneskrar orku gerir landið ósamkeppnishæft. Álfa án orku getur ekki haft heilbrigt og sterkt efnahagslíf.

Evrópa mun sem sagt í framtíðinni, ekki hafa lengur aðgang að ódýrri orku frá Rússlandi. Bandamenn Rússa í BRICS njóta nú þegar góðs af, ódýrri orku, hveiti og málmum. Sbr. Kínverjar, Indverjar og BRICS þjóðir.

Á sama tíma þarf Evrópa kaupa rándýra orku annarsstaðar frá og MISSA ÞANNIG samkeppnishæfi sína gagnvart Asíu. Orka er allt .....

Þetta er ansi svört mynd fyrir Evrópu.

10-20 ára hnignun er framundan. Við munum líka sjá óeirðir og fátækt framundan í Evrópu. Öll stærstu hagkerfi Evrópu eru í kreppu.

Og þetta lið í Brussel erum við Íslendingar að líma okkur við...

 

Skipbrot sósíaldemokratastefnu Brussels

Annað vandamál ESB er sósíalistastefnan og kerfið er stjórnað af örfáum embættismönnum sem enginn kaus. Minnir ansi mikið á Sovétríkin.

Það sem einkennir Sósíaldemokrataflokka. Er ofurskattlagning og skuldsetning. Þeir eru nefnilega ennþá kommúnistar og halda að peningar vaxi á trjánum.

Í þessu liggur kerfisvilla Sósíaldemokratismans...

Ofurskattheimta og ofsa þungt regluverk skemma þjóðfélög og bjóða upp á stöðnun.

Þar sem Sósíalistarnir tóku upp markaðskerfið inn líka, þá er þessi hnignunar þróun hægari. En hnignun er engu að síður í gangi.

Og kerfisvillann býður á endanum upp á gjaldþrot, sbr. Bandaríkin og ESB, sem er eitt stórt hnignunarsamband.

 

ESB er eitt stórt Woke og Cancel Culture. Þar sem ráðist er að frelsi einstaklinga og frelsi þjóðríkja til að hafa einhverja sjálfstjórn. Frelsi einstaklinga og þjóðríkja er barið niður með hörku. Þær þjóðir sem hlýða ekki eru einangraðar, sektaðar og hótaðar sbr. Ungverjaland og jafnvel Pólland.

Andlegt og líkamlegt ofbeldi er hluti af Sósíalismanum.

Ótrúlega þungt regluverk og stjórn er í Brussel, mynduð af embættismönnum, sem er ekki einu sinni lýðræðislega kosnir (dæmi Úrsula Van Der Leyen). Veldur því að sambandið er eitt stórt stöðnunarsamband.

Þeir vilja stjórna öllu í daglegu lífi einstaklingsins og berja niður þjóðríkið.

Það koma upp atburðir sem valda því að hugmyndafræðin og stefnan bíður gjaldþrot. Við sáum það með kommúnisma Sovétríkjana. Fallið..

 

ESB sér fram á að vera einangrað samband, háð Bandaríkjunum.

Því í gegnum BRICS, löndin og 40 ríki sem eru að sækja um aðild, þá er að myndast ný viðskiptablokk, með nýjan gjaldmiðil og greiðslukerfi.

Styrkur slikrar viðskiptablokkar er mikill, þannig að í staðinn fyrir að ESB sé að þvinga einstök smáríki, þá gæti ESB lent sjálf í að vera þvingað.

Tími viðskiptastríðs vopnsins hjá USA og ESB er að líða undir lok.

Latin Ameríka, Afríka, Rússland og Asía hafa nefnilega alla markaðina, og náttúruauðlindir sem Evrópa þarf.

Þýðir lítið að líta til Bandaríkjanna með sína 36 trilljarða skuldir og af-dollaravæðingu. Þar verður ekkert bjart heldur.

Svo er ein ný frétt sem ekkert er fjallað um á Íslandi. En það er að Serbía sækir BRICS ráðstefnuna í Kazan núna þessa dagana. Afhverju er Serbía að heimsækja slíka ráðstefnu, og er á sama tíma að sækja um aðild að ESB frá því 2009?

Jú, það landið sér einfaldlega hvert stefnir með ESB. Því lengra sem BRICS þróast með greiðslukerfi, gjaldmiðlaskipti, því fýsilegra verður það. Ég spái einnig að fleiri Evrópuþjóðir eins og t.d. Ungverjar gefist upp á ESB. Þannig gætum við séð ESB liðast í sundur. Út af efnahagskreppu og ofbeldi gegn þjóðríkinu eins og Ungverjar hafa fengið að kenna á.

Hugsanleg Evrópulönd í BRICS: Serbía, Ungverjaland, Albanía, Pólland, Slóvakía, Úkraína eftir stríð og Hvíta Rússland og jafnvel fleiri.

 

Hvað getur Evrópa gert?

Jú, stokka upp á sósíalískt ESB, taka út embættismennina sem enginn kaus og hætta miðstýringunni og leyfa þjóðunum að vera með fullveldi sitt í friði.

Evrópa þarf að breytast í fríverslunarsamband, ekki miðstýrt ríkjasamband eins og Sovétríkin.

Brussel þarf að láta af afskiptum af einstökum þjóðríkjum og leyfa þeim að blómstra í friði. Fríverslunarsamningar eiga að blómstra. Og hætta styrkjum og forræðishyggju í efnahagsmálum. EFTA er dæmi um fríverslunarsamband.

Frelsi einstaklinga, og þjóðríkja verður að tryggja til að Evrópa blómstri.

Evrópa hefur kannski ekki miklar náttúruauðlindir, en álfan hefur gríðarlegann mannauð. Og til að mannauður virki, þarf FRELSI EINSTAKLINGS að blómstra.

Frelsi er lykilorðið hérna. ESB er hafta bandalag, þess vegna eru að koma brestir í þetta Sovét.

 

Það er talað um fjórfrelsi...Fjórfrelsi er hugtak sem vísar til frelsis til flutninga

1) fólks, 2) varnings, 3) þjónustu 4) fjármagns innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), innri markaðar Evrópusambandsins (ESB). Þetta er misheppnuð stefna.

 

Evrópuríkin þurfa frelsi til að ráða sínum málum. Og kannski er hægt að búa til létt regluverk eins og er hjá EFTA til að tryggja fríverslun og frjálst flæði fjármagns á milli landana. Þjóðríkið þarf að blómstra.

Hagsmunir Íslands eru gjörólíkir hagsmunum Ítalíu. Þetta er galli Evrópusambandsins. Ólík lönd, ólíkt atvinnulíf og áherslur.

En ég sé engin merki um að ESB breytist. Það þarf hrun til að ESB Sovétið, breytist.

Íslendingar þurfa segja upp EES samninginum sem er reyndar hræðilegur.

Fáar tollaívilnanir, opin landamæri og endalausar íþyngjandi reglugerðarfargan og akvítvista stefna sem er að drepa allan efnahag.

Við þurfum sem sagt að breyta EES samninginum í TVÍHLIÐA FRÍVERSLUNARSAMNING.

Taka það versta úr EES saminginum og henda og halda því besta fyrir íslenska hagsmuni.

Þetta er mun einfaldara en margur heldur. Og við hættum að fá bull reglugerðir sem eiga enga samleið með íslenskum veruleika. Og helst vil ég fá alvöru fríverslunarsamning á borð við þann sem við erum með við Kína. Engir tollar helst...

Það er merkilegt að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur er að tala um hve hroðalega slæmur EES samningurinn er og berjast fyrir tvíhliðasamningi.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband