Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2024
Sólarorka og vindmyllur úreldar nú þegar
22.8.2024 | 17:35
Græningja liðið í Washington og Brussel með sína loftlagsmóðursýki, geta núna glaðst.
Stórfréttir í raun, en enginn hefur skrifað staf um þetta á Íslandi, mér vitandi.
Thorium kjarnorkuver er orðið að veruleika.
Thorium orka hefur verið þekkt í áratugi. Og verið álitið framtíðarorka.
En enginn hefur komið orkunni í framkvæmd, hingað til. Þar til Kínverjar opnuðu fyrstu Thoríum kjarnorkuverið um daginn.
Hver er munurinn á hefðbundnum kjarnorkuverum og Thorium?
Jú, hefðbundin nota Úraníum og Plútaníum orku og þau eru hættuleg og afar erfitt að losna við úrganginn.
Hætta á kjarnorkuslysum er líka afar mikil. Sbr. Chernoby og Fukisama kjarnorkuverið í Japan um daginn.
Ástæða þess að kjarnorkuverinn eru svona hættuleg, er þau notast við vatn til að kæla og ferillinn er flókinn og hætta er á mistökum. Vatn gufar upp við 100 C
En í Thorium kjarnorkuverum er ekki notað vatn, heldur einkonar saltlausn sem þarf 1400 C hita til að farið yfir um.
Litlar sem engar líkur er á kjarnorkubráðnum og slysum.
Sem sagt hættulaus orka. Drauma orkan
Kínverjar hafa líka heldur betur dottið í lukkupottinn, því þeir eiga svo mikið af Thoríum birgðum í jörðu að þeir eiga nóg til að knýja Kínverska hagkerfið í 20.000 ár! Rússar fylgja fast í kjölfarið, en þeir eru með 80% af öllu kjarnorku eldsneyti í heiminum og vilja líka fara í Thoríum orkuna.
Ég er ekki að sjá sólarorkuver og vindmyllu sem framtíð, og eru afar dýr og frumstæðar leiðir til að búa til orku.
Öll þvæla ESB og Washington og áhersla á þessa orkugjafa eru á algjörum villugötum.
Engin framtíð.....hinsvegar verða vatnsorkuver og jarðvarma áfram til staðar, enda gríðarleg góð nýting á orkunni.
Þetta eru stórtíðindi úr orkumálum...
Hvort loftlags Marixistarnir í Washington og Brussel, vilji áfram halda móðursýki sinni um loftlagsbreytingar og skattleggja ímyndaðan vanda. Veit ég ekki?
En orkumál jarðarinnar er svo sannarlega í góðum málum.
P.s. hvað um Ísland? Jú, við eigum alls ekki að leyfa vindumyllugarða hérna.... það væru mestu mistök Íslandssögunnar. Thorium kjarnorka er 100% örugg. Við gætum auðveldlega byggt slíkt hérna. Athugið að í Grænlandi eru gríðarlegar birgðir af Thorium. Svo ekki er langt að sækja.
Nánar um þetta í myndbandi hér að neðan...
Heimildir:
https://www.youtube.com/watch?v=t4EJQPWjFj8&t=823s
https://www.msn.com/en-us/news/world/china-builds-nuclear-plant-that-can-t-meltdown/ar-AA1pcwGZ