Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2025
Afhverju ætlar Trump að einangra Bandaríkin?
12.2.2025 | 10:19
Það er enginn að skilja áætlun Trump og Elon...Bandaríkin ætlar að framleiða allt heima fyrir og ná niður 2 Trilljarða viðskiptahalla. Haldi 2 Trilljarða halli áfram, þá verður Bandaríkin gjaldþrota, Elon sagði þetta á fundi ásamt Trump í Hvíta húsinu í gær.
Og þetta er hárrétt. Trump verður að setja á tollahindranir til að ná niður 2 Trilljarða viðskiptahalla. DOGE skilvirknisráðuneytið á síðann að strauja ríkisbáknið af með spillingu og óþarfa eyðslu og óþarfa stofnunum. Allt í anda Javier Milei í Argentínu, sem er að bjarga sínu landi frá gjaldþroti.
Það þýðir ekkert fyrir aðrir þjóðir að koma bónleiðir til Bandaríkjanna og biðja um hagsstæðari tolla. Mesti viðskiptahallinn er við Kanada, Mexíkó, Kína og ESB og enginn furða að hann sé að núast í þessum ríkjum.
Að loka á viðskipti við aðrar þjóðir verður sársaukafullt í byrjun á meðan umskiptin fara fram. Rússar upplifðu t.d. Mestu viðskiptaþvinganir í sögunni og allt lokað frá Vestrinu, SWIFT, fjármálakerfi, flugvélar, bílar og svo til allt.
Rússar ætla nú að framleiða allt sjálfir. En út af því að þeir hafa allt innan sinn landamæra, þá er þetta afar raunhæft hjá Rússum, enda með 4.3% hagsvöxt á síðasta ári þrátt fyrir stríð og viðskiptaþvinganir. Eru farnir að framleiða flugvélar og allt innan lands og þeir ætla ekki að vera háðir Kína, þó þeir haldi áfram að kaupa þaðan.
Sama með Bandaríkin sem hefur allt innan sinna landamæra og getur með róbótavæðingunni náð gríðarlegum árangri og þarf ekki öðrum löndum að halda eða Glóbalískri heimsverslun.
Fjórða iðnbyltingin er hafin....það eru aðeins 2 lönd í heiminum sem hafa allt innan sinna landamæra Bandaríkin og Rússland.
Bæði ætla þau að vera með eigin sjálfbæra framleiðslu og óháða öðrum löndum. Bandaríkjamenn eru orðnir háðir Kína með framleiðslu og Rússar voru háðir Vestrænum iðnvarningi.
Það er ansi líkt með stefnu Putin og Trump, þó bakgrunnur fyrir breytingunum sé gjörólíkur.
Viljið þið vita framtíðarsýn Trump? Hlustið á Elon tala um humanoid róbótavæðinguna og Fjórðu iðnbyltinguna. Það er ekkert pláss lengur fyrir glóbalismann.
Einfaldað:
1) AI og róbótavæða framleiðslu Bandaríkjanna
Skera niður ríkisbáknið niður í ekkert og láta AI stjórna mestu í stjórnkerfinu
Ná niður 2 Triljjarða fjárlagahalla
Ná niður 1 Triljjarð í vaxtagjöld
Taka niður 36 Trilljarða skuldir og vera óháðir erlendu fé með ríkisskuldabréf
Spái 1-2 ár erfið á meðann umskiptin fara fram en þeir Trump og Elon munu bjarga Bandaríkjunum frá gjaldþroti. Það er merkilegt að þjóðarleiðtogar heimsins sjái ekki hvað þeir Trump og Elon ætla að gera? Það er svo augljóst og bæði Trump og Elon hafa margoft sagt hvað þeir ætla að gera. En samt koma vanhæfir leiðtogar Kanada, Mexíkó og ESB af fjöllum og kvarta og kveina. ESB er líka á leið í þrot og lifir kannski ekki af kreppuna sem er þar. Kanada og Mexíkó þurfa líka að hugsa sinn gang. Mexíkó gæti t.d. Horft til Argentínu hans Javier Milei. Kanada þarf að gera meiri viðskipti við Evrópu og önnur ríki heimsins og hætta Sósíalisma Justin Trudeau.