Petro-dollarinn er úti!

Dánar dagsetningin er 9 júní 2024

Hvað eru Petrodollarar?
Petrodollarar eru útflutningstekjur af hráolíu í Bandaríkjadölum. Hugtakið byrjaði um miðjan áttunda áratuginn þegar hækkandi olíuverð olli miklum viðskipta- og viðskiptaafgangi fyrir olíuútflutningslönd.
Þá eins og nú var olíusala og viðskiptaafgangur sem af því leiddi í dollurum vegna þess að Bandaríkjadalur var – og er enn – lang mest notaði gjaldmiðillinn. Vinsældir Bandaríkjadals á heimsvísu ráðast ekki af góðum vilja olíuútflytjenda. Það er byggt á stöðu Bandaríkjanna sem stærsti innflytjandi hagkerfis og vöruinnflutnings í heiminum, með djúpa, fljótandi fjármagnsmarkaði sem studdir eru af réttarríki og hervaldi.

Bandaríkjamenn út af Víetnamstríðinu, gátu ekki bakkað dollarann með gulli, lengur, vegna skorts á gulli.

Lausnin var að auka verðgildi Bandaríkjadollars með olíuviðskiptum.

Saudi Arabía og Bandaríkin gerðu með mér 50 ára samning.

Um öll olíuviðskipti skildu fara fram í Bandaríkjadollurum.

Í staðinn myndu Bandaríkjamenn ábyrgjast öryggi Saud ættarinnar og halda henni við voldin og svo tryggja öryggi Saudi Arabíu, gagnvart löndum eins og Írak og sérstaklega Íran.

Smám saman fóru ÖLL olíuviðskipti fram í dollurum og Bandaríkjamenn hikuðu ekki við að beita hervaldi, eða beittu stjórnarskiptum á bakvið tjöldin við öll olíuflutningsríki sem voguðu sér að nota aðra gjaldmiðla. Gott dæmi var Gaddafi og tilraunir hans að nota ekki dollar.

50 ára samningurinn lýkur 9 júní næstkomandi og það verður í raun dánadægur Bandaríkjadollarans sem aheimsmynt.

Það að öll olíuviðskipti fara fram í dollar, hefur gert Dollarann að alheimsmynt og gríðarlega sterka.

Bandaríkjamenn hafa geta flutt út verðbólgu sína til annarra landa, með því einfaldlega prenta meiri peninga, Vitandi það að það er næg eftirspurn eftir dollaranum um allan heim. Margar þjóðir hafa notað dollarann sem varaforða mynt og í viðskiptum sín á milli, hvers kyns viðskipti.

 

En þá kom höggið.....Úkraínustríðið....

Bandaríkjamenn ákváðu að nota tækifærið og gera út um Rússland efnahagslega og ásamt ESB og bandamönnum, settu á Rússa, mestu efnahagsþvinganir sögunnar.

Mikil mistök, því Rússland eru olíu, gas, kol, kjarnorkueldneytis útflytandi, ásamt málmum, hveiti og áburði. Og einnig mikið framleiðsluríki, alveg eins og Kína.

Í staðinn fyrir að Rússland myndi veikjast, þá gerðist það þveröfuga.

Rússland, varð einfaldlega miklu sterkari og núna talið vera fjórða stærsta hagkerfi í heiminum (sjá Youtube myndband). Og að mínu mati, með langsterkasta her í heimi.

 

Rússar í gegnum BRICS, hafði nefnilega leiðir til að komast framhjá viðskiptabanninu. Núna er BRICS tvöfaldast í stærð og tugi ríkja bíða eftir að komast inn í sambandið.

BRICS er með eftirfarandi áætlanir.

  1. Hætta að nota Dollar

  2. Taka nýtt greiðslukerfi í staðinn fyrir SWIFT

  3. Nýja sameiginlega mynt

Allt þetta þýðir að af-dollaravæðing heimsins er hafin og Bandaríkin í mikilli klípu.

 

Saudi Arabar ætla ekki að endurnýja 50 ára samning við Bandaríkin um viðskipti í dollurum. Saudi Arabía er núna BRICS ríki, og mun ásamt Rússum nota BRICS gjaldmiðla eða gjaldmiðla BRICS ríkjanna.

BRICS ríkin stjórna olíumarkaðinum með stærð sinni, en eftirfarandi ríki eru í BRICS:
Brasilía, Rússland, Indlandi Kína, Suður-Afríka, Íran, Egyptaland, Eþíópíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Og fleiri olíuríki eins og Venusúela munu verða BRICS ríki.

 

Eilífðar innrásir, afskipti af innanríkismálum annarra ríkja og svo misnotun á Bandaríkjadolllar með stanslausar viðskiptaþvinganir. Hefur leitt til þess að heimurinn er kominn með nóg.

Og núna er komið nýtt regluverk til að leiða fjármálakerfi Vesturlanda framhjá sér. Þetta eru rosaleg tíðindi fyrir okkur í Vesturlöndum. Og ljóst er að Multipolar heimur sem Putin er tíðrætt um, er risinn upp.

Ég spáði þessu öllu fyrir í grein minni 27 febrúar 2022, þremur dögum eftir Úkraínustríðið byrjaði og hafði haft rétt fyrir mér.

Hvað bíður Bandaríkjadollars?

Jú, verður áfram sterkur gjaldmiðill, eins og Breska pundið var eftir fall Breska heimsveldisins. En verður ekki eins sterkur og áður var.

Verður bara einn af mörgum valkostum. Breska pundið, á eftir að veikjast.

Landið er ekki með neina framleiðslu, og lifir á fjármálalífinu.

Það er hinsvegar að koma upp fjármagnsflótti, enda hafa Bretar verið að gera upptækar eignir Rússneskra olígarka og vilja gera Rússneska varaforðann (sem er núna frystur) upptækann.

Slíkt eignanám, horfir heimurinn forviða á og þjóðir munu ekki þora að geyma peninga sína í Bretlandi, vitandi að þeir geta verið gerðir upptækir. Fjármagnsflóttinn er reyndar hafinn. Bretland og Bandaríkin eru í miklum efnahagserfiðleikum, sem og allt Vestrið. En allt þetta byrjaði á því að henda Rússum út úr SWIFT kerfinu, og setja viðskiptaþvinganir.

Viðskiptastríðsvopnið er núna á síðustu metrunum hjá Bandaríkjunum.

 

Biden er maðurinn sem felldi Bandaríska heimsveldið og fer í sögubækurnar.

Framtíðar Hollywood myndir um hann verða ansi skemmtilegar.

Hvað um Ísland í framtíðar Multipolar heimi? Ég skrifaði aðra grein um okkur.

Engar áhyggjur, eina ógn Íslands er Sósíalismi....svo ef við höldum rétt á spöðunum og verum HLUTLAUS, þá verðum við í lagi.

 

Heilmildir.

https://www.youtube.com/watch?v=I2WrDMpt_LE

https://www.youtube.com/watch?v=ujEKs94uRTE

https://ronchapman.substack.com/p/saudi-arabia-to-end-petrodollar-pact

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband