Keflavíkurflugvöllur – hræðilegar samgöngur

Það hafa verið umræður um slæmar samgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

Já þær eru einstaklega slæmar og furðulegt, afhverju ekki er tekið á þessu?

 

Þeir sem mótmæla þessu, benda á að það séu flugrútur sem ganga til Keflavíkur reglulega. En það er bara hálf sagann.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, þá ganga þessar flugrútur bara um miðbæ Reykjavíkur, og virðast bara þjóna hótelum og erlendum ferðamönnum.

Það er t.d. Ekki ein einasta flugrúta sem gengur austan Elliðaár...

EKKI EIN EINASTA....

Það er eins og austurbær Reykjavíkur sé ekki til og þurfi ekki samgöngur til Keflavíkurflugvallar.

Afhverju er það? Getur einhver svarað því?

Það er jú tugþúsundir sem búa í Breiðholtinu, Grafarholtinu, Árbænum, Mosfellsbær, Kópavogi o.s.frv.

Ætli Grafarvogsbúi sér að nota flugrútuna, snemma morguns t.d. Um fjögur leytið, þá þarf hann að taka leigubíl alla leið niður í bæ. BSÍ eða annað.

Þessu fylgir gríðarlegur kostnaður, aukakostnaður og ....aukatími...

Að taka leigubíl til Keflavíkur er stundum á við að kaupa flugmiða, hann er svo hrikalega dýr. Ekki hafa allir efni á því.

Og ef menn ætla að nota eigin bíl og nota Isavia bílastæði, í nokkrar vikur.

Þá erum við að tala um tugþúsunda kostnað bara fyrir að hafa bíl við flugstöðina

Engin þjónusta, bara að bíll sé staðsettur þarna. OKUR....

 

Það vantar einfaldlega ódýrann kost til að komast upp í Keflavík.

Strætó er gagnlaus, hann byrjar að ganga einfaldlega allt of seint og því ekki hægt að nota hann.

Á Tenerife er t.d. Fyrirmyndar strætisvagnaþjónusta, hægt er að komast allar leiðir frá flugvellinum með strætó, og þeir eru meira að segja með ferðatösku hillur.

 

Hvað þarf að laga?

  1. Flugrútan þarf að þjóna austur hluta Höfuðborgarsvæðissins.

    Bara það að flugrúta komi við á fáeinum aukastöðum, eins og t.d. Spöngin í Grafarvogi, við Grafarholt, og komi við í Mjódd, myndi hjálpa gríðarlega. Við erum að tala um 4-5 stoppistöðvar frá Grafarvogi og alla leið til Hafnarfjarðar. Ef þetta er svo rosalega erfitt fyrir flugrúturnar, þá gætu þær bætt við 2-300 krónur við gjaldið. En ávinningurinn yrði gríðarlegur fyrir flugrúturnar. Tugþúsundir myndu nú vilja nýta sér þennan möguleika og þar með myndi hagnaður flugrúturnar aukast.

  2. Strætó til Keflavíkur þarf að fara sinna sínu hlutverki og fara að keyra fyrr og keyra á ofangreind svæði, hér að ofan.

 

Mig grunar að um pólítík, spilling og hagsmunir séu að baki að ekkert er gert í þessum málum.

Farið nú að laga þettta sem fyrst og Isavia á að vera í fararbroti fyrir breytingum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband