Hvenær lýkur Úkraínustríðinu?

Sjálfur hef ég margoft verið að spá í lok stríðsins. Og ég er maður sem fylgist afar vel með stríðinu, dags daglega og hef líka talað við rússneska hermenn sem taka þátt í stríðinu.

Þrátt fyrir allt, þá er gríðarlega erfitt að spá fyrir endalokum þess og ég hef hvað eftir annað haft rangt fyrir mér.

En afhverju?

Jú, ófyrirséðir hlutir sem maður bjóst ekki við.

T.d. Þáttur Nato og Bandaríkjanna að dæla inn peningum og vopnum til Úkraínu.

Hefur verið takmarkalaus. Hundruði milljarða dollara hafa verið dældir inn í Úkraínustríðið af hálfu Nato á örskömmum tíma.

Þetta sá ég ekki fyrir og aðrir.

Nato hefur gengið svo langt, að það tekur þátt í stríðinu á beinann hátt, þrátt fyrir að þeir segi annað.

Talið er að um 13.000 Vestrænir “málaliðar” og Natohermenn séu fallnir.

Öll flóknu vopnakerfi Úkraínumanna, eins og Patriot og fleiri kerfi eru alfarið mönnuð af Nato liðum og þeir falla núna í hundruða vís.

 

Um daginn fengu Rússar nóg og hótuðu stórtækum afleiðingum ef Nato eldflaugar færu langt inn í Rússland og til Moskvu til dæmis.

Slíkt er bein þátttaka Nato, enda Nato hermenn sem njósna og stjórna heraðgerðum Úkra og vopnakerfum.

Aðeins Nato (Bandaríkjamenn) hafa getu til að velja skotmörk og skjóta og nota flókin vopnakerfi sem þeir eru með.

Þetta eru því Nato hermenn að gera innrás inn í Rússland.

Hvað myndu Bandaríkjamenn gera ef þeir væru í stríði við Kúbu og Rússar stjórnuðu vopnakerfum sem rústuðu borgum Flórída?

Jú, þeir yrðu brjálaðir....

 

Rússar fengu nóg og hótuðu að vopna alla andstæðinga Bandaríkjanna um allan heim með hátæknivopnum og um 700 herstöðvar þeirra um allan væru því í stórhættu. Rússar hótuðu líka staðbundnum kjarnorkuvopnum, ef Frakkar og aðrir sendu hermenn inn á vígvellinn (sem og þeir hafa í raun gert).

Rússar sendu líka kjarnorkukafbáta og herskip til Kúbu til að þrýsta á Nato.

Bara þessi skip og vopnabúnaður í Kúbu, gætu þurrkað út Bandaríkin.

Þetta virðist hafa virkað, því Bandaríkjamenn eru á bremsunum í bili.

En engin veit hvað fáráðastjórnin hans Biden dettur í hug í örvæntingu sinni?

 

Biden má ekki tapa Úkraínustríðinu fyrir kosningar og fá annan skell eins og Afganistan. Afganistan brotthvarfið var mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkjamenn í Miðausturlöndum og sýndi að þeir halda ekki úti stríðum eða klára þau.

Vitandi um þetta hafa Bandaríkmenn og Nato svo til tæmt allt vopnabúr sitt í Úkraínu.

Það tekur mörg ár fyrir Nato löndin að framleiða lágmarks vopnabirgðir sem krafist er (birgja sig upp í lágmarks varnargetu). Ástandið er svo slæmt að t.d. Til að anna loftvarnakerfi Evrópu, aðeins um 5% af því sem þarf til að verja Evrópu.

Og peningarnir eru á þrotum líka, Bandaríkin og Evrópa eru í efnahagskreppu.

Jafnvel 63 milljarða framlag USA um daginn hverfur eins og skot í Úkraínu.

 

Stríðinu er að ljúka og með sigri Rússa, og ég skal koma með með nokkur rök:

 

  1. Allt orkukerfi Úkraínumanna er svo til ónýtt, og næsta vetur lifa Úkraínumenn einfaldlega ekki af kuldann, það er talað um rafmagnsskömmtun í 6 klst. Á dag, en það er miðað við núverandi stöðu. Rússar munu líklega klára restina í haust. Án rafmagns er einfaldlega ekki líft þarna.

  2. Mannfall Úkra er á milli 5-600.000 manns og hlutfallið er einn látinn á móti 3 særðum (1,5 milljón) . Rússar hafa á sama tíma misst um 50-60 þúsund manns. Putin talaði reyndar um hlutfallið 1 Rússi á móti 5 Úkraínumönnum. En sums staðar er hlutfallið margfalt meira. Skýringin á þessum miklum mismun er stórskotalið Rússa sem er 10x öflugra, drónar, þyrlur, herþotur, hypersonic eldflaugar og algjörir fyirburðir í lofti. Dauðinn kemur langoftast (80%) úr fjarlægð

  3. Úkraína er gjaldþrota, og peningar frá Vestrinu eru á þrotum og vopnasendingar líka

  4. Zelensky verður vikið frá, svo segir Putin og fleiri heimildir, fyrst ætla Bandaríkjamenn að nota hann til að setja á herskyldu niður í 18 ára og síðann losa þeir sig við hann. Hann er ekki lengur kjörinn forseti og valdatíð hans lauk 21 maí. Umboðslaus “forseti” getur ekki samið frið við Rússa og Rússar hafa sagt það líka.

  5. Bandaríkjamenn ætla að halda út stríðið þar til forsetakosningar, eftir kosningar er þeim alveg sama um Úkraínu. Bæði Biden og Trump, munu láta Úkraínu hverfa af skrifborði sínu eftir kosningar. Trump hefur gefið út að hann muni undir eins eftir kosningar, stöðva vopna og peningasendingar til Úkraínu. Biden ... ef svo ólíklega að fólk kjósi Alzheimer forseta, og lið hans munu vilja einbeita sér að Taiwan og Kína. Það er ljóst að Úkraína dettur af kortinu í nóvember næstkomandi.

  6. Sigrar Rússa. Þeir eru núna að sækja fram allsstaðar á víglínunni. Þeir opnuðu Kharkiv víglínuna í norðri og möguleiki að þeir opni nýja víglínu í Sumy oblast. Við það lengist víglínan svo gríðarlega fyrir Úkraínumenn að þeir geta einfaldlega ekki mannað svo langa víglínu. Talið er öruggt að í norðri (Belgorad oblast) í Rússlandi geymi Rússar um 300.000 hermenn tilbúna til að fara í nýja sókn í Sumy, og jafnvel frá Hvíta Rússlandi.

  7. Ekki trúa Vestrænum fjölmiðlum sem ljúga eins og þeir geta í áróðursstríði sínu. Afhverju þeir ljúga? Veit ég ekki, en allir með smá skynsemi ættu að vita stöðuna.

  8. Staðan hjá Úkraínumönnum er svo slæm á vígstöðvunum, að þeir hafa einfaldlega enga varaliða lengur. Allt hangir á bláþræði, enda falla hvert þorpið á fætur öðru í hendur Rússa. Öll stríð hafa tímapunkt þar sem allt fellur saman. Úkrar eru einmitt að nálgast slíkann tímapunkt. Öll víglínan fellur saman. Þegar víglína fellur, þá spái ég því að eina ráð Úkraínumanna er að hörfa til náttúrulegra víglínu eins og Dniper (Dnipro) ánna. Sem er náttúrleg vörn. En jafnvel það dugar ekki til ef Rússar fara inn frá Norðri.

 

Stríðinu lýkur á þessu ári, það er nokkuð ljóst.

Það eru reyndar yfir fimmtíu vopnuð átök í heiminum í dag, þó fjölmiðlar hafi aðeins áhuga á tveimur þeirra.

En ég vona bara að stríðinu í Úkraínu ljúki sem fyrst.

Rússar og Úkraímenn deila menningu, og ríki í 1000 ár og eru bræðraþjóð, hvað sem aðrir segja.

Og að lokum, stríð eru ógeðfelld og sem friðarsinna, þá hefur það verið einfaldlega verið ömurlegt að sjá alla þessa ungu menn falla.

En svona er raunveruleiki þessa heims, friður á jörðu hefur aldrei verið til staðar í mannkynssögunni og mun kannski aldrei verða.

Kannski er mannkynið vonlaust á sinn hátt.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband