Javier Milei

 Þegar Javier Milei tók við embætti fyrir 6 mánuðum (desember 2023) þá var Argentína tæknilega séð gjaldþrota. Vonlaus staða og engu að tapa fyrir Argentínumenn eftir áratuga vinstristefnu Perónistana að kjósa eitthvað annað. Það er ótrúlegt að Sósíalistarnir hafi fengið umboð í svo langan tíma að gjöreyðileggja heilt land, áður en hægrimaður fengi tækifæri.

En svona er þetta, Vinstriflokkar, búa til skuldasúpu, hallafjárlög, reglugerðarfargan og skattaokur sem keyra efnahag þjóða niður í ræsið.

Síðann fá vanalega hægrimenn tækifæri til að að reisa efnahaginn við og laga.

Þjóðin gleymir Sósíalistaeitrinu og fer að kjósa vinstriflokka aftur og ríkisbákn. Og hringrás eyðileggingar hefst á ný....

Þegar Javier Milei tók við embætti, þá var verðbólga yfir 200% og fátækra hlutfallið 40%. Og eftir 6 mánuði, er ekki viðskiptahalli, heldur VIÐSKIPTAAFGANGUR hjá hinu opinbera! Fyrsti afgangur í 20 ár!  Og verðbólga er á hraðri niðurleið.

Javier Milei Argentínuforseti er brautryðjandi, við erum í fyrsta sinn í sögunni, að sjá alvöru hægristefnu í framkvæmd, Adam Smith og Miton Friedman hagfræði ræður ríkjum hjá Javier Milei.

Hann er ekkert að finna upp hjólið. Þetta er búið að vera vitað í aldir.

En hið undarlega að enginn hefur þorað að fara alla leið.

Ekki Margret Thatcher eða Ronald Reagan, þó þau hafi bæði talað en ekki þorað.

Hingað til hefur þetta verið sósíaldemokratismi á Vesturlöndum, og afskipti ríkisvalds skýrir kreppur og hallafjárlög sem hrjá Ísland og Vestrið.

 

Ísland er t.d. með 7 ára hallarekstur og talað er um 11 ára hallafjárlög í röð, líklega verða þau miklu fleiri....ríkisbáknið hérna er gríðarlegt.

Og það skýrir hallarekstur og skuldasöfnun sem er komið yfir 102% af þjóðarframleiðslu.

Við erum líka að taka við allri reglugerðaþvælunni frá Brussel, og það er ekki að hjálpa til.

 

Öll afskipti ríkisins eru af hinu slæma.

Markaðurinn er alltaf réttur, bara þegar ríkisvaldið fer að trufla markaðinn, að vandræðin byrja.

 

Sósíaldemokratismi snýst um að trufla markaðinn....

Sósíaldemokratismi hefur aðeins eina efnahagsstefnu.......SKATTAHÆKKANIR (stefna Samfylkingarinnar)

Forsjárhyggja og rétttúnaður Ný Marxismans er núna líka efnahagsstefna.

Framsókn kynnti um daginn “Kynjað skuldabréf” og síðan eru það “Grænu skuldabréfin” fyrir ímyndaðri loftlagskreppu Sósíalistanna.

Þetta er ekki efnahagsstefna, heldur Ný Marxista aktívistastefna.

Það er ekki nema von að Vestrið er komið í kreppu.


Javier tók við gjaldþrota Argentínu, úr höndum Sósíalistana.

En að taka við gjaldþrota landi, tekur mörg ár að vinda úr.

En þetta gefur samt tilefni til bjartsýni.

Javier Milei sagði að hann tæki við þrotabúi, og til að gera það upp, þarf miklar þjáningar og fórnir í byrjun.

Og í kosningabaráttu hans, þá lofaði hann erfiðum árum, en síðan kæmi árangur. Það tekur 2-3 ár að rétta efnahaginn af, en eftir 3-4 ár, þá koma blómatímar, bara ef hann fær tíma til að koma efnahagsumbótum í gang í friði.

Hann þarf tíma....


Framundan hjá Javier Milei er að taka inn dollar og loka Seðlabankanum.

Ég veit ekki hvort hann þurfi yfir höfuð að taka inn dollar?

Bara það að taka niður ríkisbáknið og reglugerðarfarganið, mun skila gríðarlegum árangri eitt og sér.

Sennilega er að hann að búa til farveg til að laða að erlenda fjárfesta, sem myndu fjárfesta með dollurum og vilja dollarumhverfi og einnig er ætlunin að leggja Argentínska Seðlabankann.

Að leggja niður Seðlabankann er líklega áætlun hans að breyta Argentínu varanlega.

Það er einmitt Seðlabankar heimsins (og einka) sem “prenta” út peninga og búa til verðbólgu og rýra gjaldmiðilinn.

Enginn Seðlabanki....þýðir ekki hægt að misnota Seðlabanka í óráðsíu Sósíalistana.

Sem elska skuldasöfnun og prenta peninga fyrir gæluverkefni sín. Þannig er hann að taka fram fyrir hendurnar á framtíðar Sósíalistum, ef kjósendur skyldu nú gleyma hörmungarstefnu þeirra og fara að kjósa þá aftur (sjá hér að ofan hringrásina).

Og ná inn erlenda fjárfesta. Fjárfestarnir koma þegar þeir sjá stöðugann efnahag. Argentína er vellauðugt af náttúrauðlindum og með vel menntaða þjóð.

 

Sósíaldemokratar heimsins horfa á Argentínu með kvíða, vitandi að það er til betri valkostir en ríkisbákn, reglugerðarfargan, skuldasöfnun og skattaokur.

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=iayPQoHqn8k

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/06/24/Island-fyrst-thjodrikja-til-ad-gefa-ut-kynjad-skuldabref/

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband