Húsnæðisliður í neysluvísitölunni

Ég var minntur á húsnæðisliðinn í neysluvísitölunni þegar ég las Útvarp Saga viðtal við Inga Sæland.

En þar haldið að ef það væri ekki húsnæðisliður, þá væri verðbólga aðeins 3,9%.

Verðbólga hefur gríðarleg áhrif á kjör heimilana og atvinnulíf.

 

En afhverju er húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni? Hvað er húsnæðisliður? Er það fasteignakaup? Hvernig er fasteigna hegðun?

 

Fasteignakaup, er ekki dæmigerð “neysla”.

  1. Sumir kaupa aldrei fasteign á ævinni og leigja

  2. Sumir kaupa aðeins eina fasteign á ævinni

  3. Sumir kaupa kannski 2-3 fasteignir á ævinni

  4. Sumir erfa fasteignir og því um engin kaup að ræða

 

Svo afhverju í ósköpunum eru fasteignakaup í neysluvísitölu, að því virðist?

Ég hef ekki ennþá fengið neina skýringu frá stjórnmálamönnum eða fjölmiðlum, um hvað húsnæðisliður er?

Og afhverju er enginn stjórnmálaflokkur fyrir utan Flokk fólksins að berjast fyrir afnámi húsnæðisliðar úr neyðluvísitölunni? Hvað er húsnæðisliður, ég stóð alltaf í þeirri merkingu að það væru fasteignakaup? Er það svo?

 

Förum aðeins í skilgreiningar:

Hvað er neysluvísitala skv. Hagstofu Íslands?

 

Vísitala neysluverðs er mæling á verðlagi einkaneyslu og byggir á lögum nr. 12/1995 með síðari tíma breytingum. Vísitala neysluverðs er fastgrunnsvísitala en það þýðir að búin er til ákveðin karfa sem inniheldur vörur og þjónustu og verð hennar er mælt mánaðarlega. Breytingar á verði körfunnar eru svo notaðar til að uppfæra vísitöluna. Innihald körfunnar er uppfært einu sinni á ári og þá er stuðst við rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna ásamt öðrum heimildum. Endurnýjun körfunnar veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni á milli mánaða.”

 

Hagsstofa Ísland skilgreinir reyndar líka húsnæðisliðinn, og segir:

Gögnum í vísitölu neysluverðs er skipt í tólf flokka, fjórði flokkurinn nefnist „04 Húsnæði, hiti og rafmagn“ og er stundum kallaður húsnæðisliðurinn. “

Hvað er vísitala neysluverðs án húsnæðis?
Vísitalan án húsnæðis er án greiddrar og reiknaðrar leigu (liða 041 og 042), viðhalds og viðgerða á húsnæði (043) og án annarra gjalda v/húsnæðis (044). “

 

Þessir einstöku liðir eru vissulega neysla, þ.e.a.s. Sorphirða, hiti og rafmagn.

En hvað um fasteignakaup? Hagstofa Íslands virðist taka þann hluta inn í vísitöluna og það er ekki almenn neysla, eins og ég benti hér að ofan á.

Sala fasteigna og verðbreytingar á sölu fasteigna.

 

Á vef Hagstofu Íslands kemur ekkert fram um fasteignakaup (kannski farið framhjá mér?), og væri gaman að fá nánari upplýsingar um það?

Ef fasteignakaup eru hluti af neysluvísitölu, þá ber að afnema þann þátt strax, því fasteignakaup eru ekki dæmigerð neysla.

Og hvað um leigu? Á leiga að vera að hluti af neysluvísitölu? Vil fá rök fyrir slíku?

Í greininni um Ingu Sæland er talað um húsnæðislið.

Fjölmiðlar hérna á Íslandi og stjórnmálamenn eru ekki að útskýra fyrir okkur almenningi um hvað málið snýst?

Ég skoðaði neyðsluvísitölu í Danmörku, en sá ekkert um fasteignakaup sem hluti af neyðsluvístölu, heldur sömu þætti og hjá Hagstofu Íslands (https://www.statbank.dk/20072)

 

Hvað segja lögin? “Lög um vísitölu neyðsluverðs” hvernig er skilgreiningin þar?

2. gr.
Hagstofan skal eigi sjaldnar en á fimm ára fresti gera sérstaka athugun á heimilisútgjöldum, neyslukönnun. Könnunin skal spanna heimili fólks án tillits til búsetu, fjölskyldugerðar, starfa og atvinnugreina og taka til hvers kyns heimilisútgjalda. Að lokinni úrvinnslu könnunarinnar skal Hagstofan breyta grunni vísitölu neysluverðs í samræmi við niðurstöður hennar og annarra upplýsinga sem aflað er sérstaklega í þessu skyni. Hagstofan skal gera opinberlega grein fyrir könnun þessari og niðurstöðum hennar og hvernig þeim er beitt til myndunar nýs vísitölugrunns.

Sem sagt Hagstofan og nefnd skilgreinir hvað er í körfunni um neyslu. Og hérna er bara verið að tala um almenna neyðslu.

 

Svo að ég lýsi eftir svörum hvort bein fasteignakaup séu hluti neysluvísitölu?

Í umræðunni og lesningu á fjölmiðlum, hef ég alltaf fengið á tilfinninguna, verið sé að mæla framboð og eftirspurn á sölu á fasteignamarkaði.

Og væri gaman að fá svör, afhverju er verið að tala um að taka út húsnæðisliðinn?

 

 

Heimildir:

https://utvarpsaga.is/verdbolgan-vaeri-39-ef-husnaedislidurinn-vaeri-tekinn-ut-ur-visitolunni/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1G7zaEG8ryRJIEcKrT1OpRjJP4mkoYMWhADxjp5DhUMYt9AP1G3hDKnMg_aem_IdWZoS_sancOyqk6j2veyQ

https://hagstofa.is/utgafur/spurt-og-svarad/visitala-neysluverds/

https://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%ADsitala_neysluver%C3%B0s

https://www.investopedia.com/ask/answers/correlation-inflation-houses.asp

https://www.statbank.dk/20072

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband