Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

Efnahagsveldið Rússland og herveldið

 

Russia economic power

Það verður Rússland, sem verður næsta efnahagsveldi heimsins.

Bandaríkin, Evrópa, Kína og í raun afgangurinn af heiminum eru illa stödd efnahagslega. Öll eiga EITT sameiginlegt ... eiga ekki næga orku.

Án orku er enginn efnahagur. Þess vegna er Rússland, með mettekjur, þrátt fyrir mestu viðskiptaþvinganir í sögu mannkyns. Efnahagur Rússa blómstrar.

Hann er kannski ekki hár GDP séð, en hann er raun efnahagur.

Sem byggist á raunverulegum verðmætum og tekjum

Olía, gas, kol, timbur, áburður, neo-gas, málmar, sjaldgæfir málmar, kornforðabúr heimsins, auk þess að vera með hátæknimenntaðan mannauð.

Gerir Rússland að stórveldi.

Þetta stærsta land í heimi getur í raun lokað sig af og framleitt allt sjálfir og verið án allra annarra.

 

Furðulegasta er að Vestrið skuli halda að þeir geti einangrað slíkt land og sérstaklega með orkuþáttinn.

Rússland er annar stærsti olíuframleiðandi í heimi.

Margir töldu að það yrði Kínverjar sem myndu skríða fram úr Bandaríkjunum sem stærsta efnahagsveldi heimsins.

En svo verður ekki, það eru bara svo margir þættir sem stoppa slíkt.

Bandaríkin eru þó á hraðferð niður, með af-dollaravæðinguna á fullu.

 

Rússar með sínar viðskiptablokkir stjórna þróuninni. Vera þeirra í SCO og BRICS.

Hafa gert Rússa aðlaðandi samstarfsaðila. Meira að segja OPEC+ tók stöðu með Rússum, sama gerir öll Asía, Afríka og Suður-Ameríka.

 

Þetta er ástæða þess að Rússar verða næsta stórveldi.

Þetta er þjóð sem er fremst í geimferðum, hátækni vopnum, kjarnorkuveldi og getur framleitt alla hluti sem Vestrið ætlar að svelta þá með.

Flugvélar, bílar, vélar, skip, er allt sem þeir geta framleitt sjálfir eða keypt frá SCO og BRICS viðskiptablokkunum.

 

Rúblan aldrei verið sterkari. SCO og BRICS eru með áætlanir að búa til varagjaldeyris mynt sem taka á yfir Dollarann og þessar blokkir ætla að hætta að nota dollarann í viðskiptum sín á milli.

Og þetta má Bandaríkin ekki við með 31 trilljarða skuld....fallið er framundan.

 

Kína er með húsnæðisbólu, middle income trap, og gríðarlegt ójafnvægi í aldur og kynskiptingu landsins, sem veldur því að þeir munu fækka meira en helming á þessarri öld. Alveg sama hvað þeir munu reyna, það er of seint.

Þetta myndband sýnir þessa stöðu ágætlega

https://www.youtube.com/watch?v=QSkKG5bthSA

 

Það er líka líklegt að efnahagskreppa Vestursins, eigi eftir að koma sér illa fyrir Kínverskan útflutning og framleiðslu. Þetta hefur sam tvinnaðuð dominó áhrif.

 

En afhverju verður Rússland ónæmt fyrir komandi kreppu?

Jú, það er búið að skera á öll efnahagsbönd við Vestrið með efnahagsstríðinu.

Skera í burtu alla "fitu" og áhætta við alþjóðavæðinguna, Glóbalisman.

Rússar eru til með engar erlendar skuldir (17 milljarðar og eru að greiða upp).

Eiga gríðarlegann gullforða og svo náttúruauðlindirnar.

 

Rússar eru í óðaönn að framleiða allt sjálfir eða fá vörur frá BRICS.

Þeir halda á öllum ásunum í spilastokkinum. ERU MEÐ ORKUNA

Og þetta snýst allt um orku.

Rússar voru útilokaðir frá Hringborð Norðurslóða sem er fáránlegt, í ljósi þess, að þetta er landið liggur að stærstum hluta að norðurpólnum.

Þetta er landið sem ætlar að opna norðurleiðina fyrir siglingum.

 

Sóknarfæri Rússa eru á norðurslóðum, auk SCO og BRICS viðskiptablokkana.

Bjartir tímar framundan...

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband