Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2022

Framtíð Íslands í multipolar heimi

 

 

 

Framtíð Íslands í multipolar heimi

Framtíð Íslands í multipolar heimi

Ég skrifaði nýlega greinina "Framtíð Íslands og Rússlands"

Þar fór ég yfir framtíð landana tveggja. Spá mín er frekar góð fyrir löndin bæði. en margar þó aðvörunarbjöllur fyrir Ísland.

En afar svört spá fyrir afganginn af heiminum.

 

Árið 2022 er farið að minna á versta ár í sögu mannkyns, þ.e.a.s. árið 536, þar sem allt fór úrskeiðis sem hægt var að fara úrskeiðis. Ég læt fylgja með tengil á Youtube myndband um það ár.

 

Mestu viðskiptaþvinganir í sögu mannkyns voru settar á Rússa.

Sem hefur staðist þær með prýði og það sem meira er, fengið BRICS blokkina með sér í lið. Ný viðskiptablokk er orðin að veruleika, sem veitir Vestrinu aðhald.

 

Evrópa og Bandaríkin eru á heljarþröm efnahagslega, vegna orkuskorts.

Enginn efnahagur þrífst án orku. Þetta snýst allt um orku.

Bandaríkin standa frammi fyrir De-dollariazion, og eru með 32 trilljarða skuld, og USA er þar með búið að vera. Petro dollar er úti. Því Saudar ætla að ganga í BRICS.

 

Það þýðir endalok Petro-dollars og Bandaríkjadals sem varagjaldeyrisforða.

BRICS ætla að gera eftirfarandi:

1) Versla með heima gjaldmiðla sín á milli.

2) Búa til greiðslukerfi fyrir utan SWIFT

3) Búa til BRICS gjaldmiðil sem gæti verið næsti gjaldeyrisforða gjaldmiðill.

4) Búa til Petro-Yuan.

5) Fjölga löndum í BRICS

6) Koma í veg fyrir að Bandaríkin geti flutt út verðbólgu sína til heimsins og láta heiminn borga fyrir verðbólguna, enda eru Bandaríkjamenn að prenta út peninga eins og enginn væri morgundagurinn. En...morgundagurinn er kominn.

7) Gera BRICS ríkin óháð dollar og vestrinu. Framleiða allt sjálf og án Bandaríkjanna og Evrópu.

 

Það er ekki hægt að setja viðskiptabann á svona stórt ríki (Rússland), án afleiðinga.

 

Það verður Rússland, sem verður næsta efnahagsveldi heimsins.

Bandaríkin, Evrópa, Kína og í raun afgangurinn af heiminum eru illa stödd efnahagslega. Öll eiga EITT sameiginlegt ... eiga ekki næga orku.

Án orku er enginn efnahagur. Þess vegna er Rússland, með mettekjur, þrátt fyrir mestu viðskiptaþvinganir í sögu mannkyns. Efnahagur Rússa blómstrar.

Hann er kannski ekki hár GDP séð, en hann er raun efnahagur.

Sem byggist á raunverulegum verðmætum og tekjum

Olía, gas, kol, timbur, áburður, neo-gas, málmar, sjaldgæfir málmar, kornforðabúr heimsins, hátækni hergagnaiðnað, auk þess að vera með hátæknimenntaðan mannauð.

Þetta gerir Rússland að stórveldi.

Þetta stærsta land í heimi getur í raun lokað sig af og framleitt allt sjálfir og verið án allra annarra.

 

Rússar með sínar viðskiptablokkir stjórna þróuninni. Vera þeirra í SCO og BRICS. Hafa gert Rússa aðlaðandi samstarfsaðila. Meira að segja OPEC+ tók stöðu með Rússum, sama gerir öll Asía, Afríka og Suður-Ameríka.

 

Hvað um Ísland?

Ísland verður að fara að hugsa sinn gang og spyrja í hvernig félagsskap þeir eru í?

Ísland er slæmum félagsskap í Schengen og EES.

Schengen þýðir opin landamæri og stjórnlausan innflutning á fólki.

Schengen þýðir að Íslensk þjóð hættir að vera til sem þjóð. Þessar fáu hræður hérna hverfa í mannhaf innflutnings. Og ekki langt í það að Íslendingar verði minnihlutahópur í eigin landi. Í dag er varla hægt að fara út í búð, án þess að þurft að nota ensku.

EES samningurinn:

Er búið að taka fullveldið af okkur. Brussel Neocons stjórna okkur, og Alþingi Íslands er bara stimpilpúða samkunda fyrir lög ESB.

Enginn þorði að mótmæla Orkupökkunum, þó augljóst væri, að slíkur pakki á ekkert erindi til Íslendinga. Á sama tíma og verið var að innleiða orkupakka 3, þá var baktjaldamakk um að innleiða sæstreng til Evrópu.

Við vitum öll, hvað sæstrengur þýðir... jú við tengjumst beint orkusnauðu kerfi meginlands Evrópu.

Sjálft orkuríkið Noregur með alla sína olíu og rafmagnsútflutning í gegnum sæstrengi sína. Eru í orkukreppu. Almenningur borgar ofurfjárhæðir í orkureikninga og ríkið þarf að niðurgreiða.

Orkan okkar hafði rétt fyrir sér, en stjórnvöld rangt fyrir sér með orkupakkana.

 

Eins og ég skrifaði....ÞETTA SNÝST ALLT UM ORKU.

Hverjar eru lausnirnar?

Jú, einfaldlega segja okkur úr Schengen og ná stjórn á landamærunum.

Og segja okkur í úr EES. Sem er úreldur samningur.

Eftir Maastricht samningin 1992. þá breytist ESB í Bandaríki Evrópu, þar sem hópur embættismanna, sem enginn hefur kosið ráða lögum og lofum.

Við sjáum hvernig þessir Sósíaldemokratar hafa komið Evrópu í kalda kol.

Ég efast um ESB lifi af veturinn, brestir eru nú þegar komnir.

Þetta er alræðissamband, sem við eigum ekki að koma nálægt.

 

Við eigum að segja okkur úr EES og koma á tvíhliða samningi.

Þetta er einfalt ferli. Við einfaldlega notum EES samninginn, EN TÖKUM ÚT ALLA VANKANTANA. Og stoppum innleiðingu Evrópuregluverks hérna.

Regluverk sem er að sliga sjálf ESB.

Við gætum t.d. skoðað tvíhliða samning Sviss og ESB og sem gengur alveg uppkomlega upp.

 

Ísland er orkuland.

Það er gæfa Íslands að eiga nóg af endurnýjanlegri orku.

Og mér líst vel á hugmyndir stjórnvalda, að koma á vetnisframleiðslu, þar sem við getum knúið flugvéla og skipaflota okkar. Við getum í raun verið 100% óháð erlendri orku.

En....það þarf að fara að drífa sig í að virkja.

Það er talað um 1 milljón tonn af olíu flutt inn og 100 milljarða kostnaður

Við erum að tala um mikinn gjaldeyrissparnað og sjálfbærni Íslands verður mikil.

 

Ísland og Rússland eru í lykilstöðu að vera orkuríki, og auk þess að vera matvælaframleiðsluríki. Ísland með sinn öfluga sjávarútveg.

Ísland þarf einnig að styrkja íslenskan landbúnað og það er hægt með innlendri orku. Þetta snýst allt um orku. Og við getum meira að segja framleitt okkar eigin áburð. Höfum orkuna.

Ísland er í góðri stöðu, ef vel er haldið á spöðunum. Framtíðin er björt fyrir bæði Rússland og Ísland.

 

Til að Ísland vegni vel þarf:

Úr Schengen, EES og koma á fríverslunarsamningum við öll ríki heimsins, líka Rússa.

Ísland á ekki að taka þátt í eilífðar þrætum stórveldana og hugsa um eigin hagsmuni. Það er ekki í þágu íslenskra hagsmuna, að vera í viðskiptastríðum.

Það tapa allir á viðskiptastríðum. Sérstaklega útflutningsríkið Ísland.

Ísland á að vera hlutlaust...og vera vinir allra þjóða og eiga viðskipti við allar þjóðir heimsins. Það er ávísun á mikilli velmegun, sjáið bara Sviss og þeirra hlutleysi.

 

Samskipti Íslands við Rússland og BRICS og SCO (Shanghai Cooperation Organisation )

Staða Íslands er brothætt, vegna náinna viðskiptatengsla við Evrópu og Bandaríkin.

Ef Ísland er skynsamt, þá breytir það um stefnu, fjarlægist Evrópu og Bandaríkin og einbeitir sér að hlutleysisstefnu í anda Sviss og fer í herferð með gerð fríverslunarsamninga við öll ríki heimsins.

Fyrsta ríkið sem Ísland ætti að gera fríverslunarsamning við, er hið rísandi heimsveldi Rússland. Eins og ég taldi hér upp, hér að ofan, þá verður Ísland, að hafa góð samskipti við BRICS löndin (þ.á.m Rússland forysturíki).

Samskipti Íslands þurfa að vera í lagi, vegna, nýs BRICS gjaldmiðils, rísandi viðskiptablokk, nýtt greiðslumiðlunarkerfi.

Og það gengur hreinlega ekki upp að vera í viðskiptastríði og fjandskap, við eitt af aðalríki SCO og BRICS, þ.e.a.s Rússland.

Það eru ekki hagsmunir Íslands að vera í illdeilum við Rússland.

 

Hvað er SCO?

Shanghai Cooperation Organization (SCO) er evrasísk stjórnmála-, efnahags- og öryggisstofnun. Það er stærsta svæðisstofnun heimsins hvað varðar landfræðilegt umfang og íbúafjölda, sem nær til um það bil 60% af flatarmáli Evrasíu, 40% af jarðarbúum og meira en 30% af vergri heimsframleiðslu. Rússar og Kínverjar leiða SCO

Hvað er BRICS?

Það er enn mikilvægari viðskiptablokk. Með löndin, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka. Og með fjölda ríkja sem bíða eftir að komast inn. Saudar, Íranir, Argentína, Indonesía, Tyrkland og fleiri ríki.

Síðan 2009 hafa ríkisstjórnir BRICS-ríkjanna hist árlega á formlegum leiðtogafundum. Kína stóð fyrir síðasta 14. BRICS leiðtogafundinum 24. júlí 2022. BRICS hýsir New Development Bank, Contingent Reserve Arrangement, BRICS greiðslukerfi og BRICS körfu varagjaldmiðill sem opinberlega var tilkynntur árið 2022.

BRICS hefur samanlagt svæði 39.746.220 km2 og áætlaður heildaríbúafjöldi um 3.21 milljarður, eða um 26.7% af yfirborði jarðar og 41.5% af jarðarbúum. Brasilía, Rússland, Indland og Kína eru meðal tíu stærstu ríkja heims miðað við íbúafjölda, eftir flatarmáli og landsframleiðslu.

Frá og með 2022, voru þessi fimm ríki með samanlagða nafnverðsframleiðslu upp á 26,6 billjónir Bandaríkjadala, um 26,2% af vergri heimsframleiðslu, samanlagða heimsframleiðslu (PPP) upp á um 51,99 billjónir Bandaríkjadala (32,1% af vergri heimssframleiðslu PPP) , og áætlaður 4,46 billjón Bandaríkjadala í samanlögðum gjaldeyrisforða (frá og með 2018).

 

Það er greinilegt að BRICS er og verður gríðarlega mikilvæg viðskiptablokk fyrir heiminn og Ísland. Þannig að hinn fjandsamlega utanríkisstefna Íslendinga gagnvart Rússlandi, gengur ekki upp.

Ísland hefur reyndar ekki haft sjálfstæða utanríkisstefnu, heldur tekur allt upp frá Brussel og Washington, án þess að hugsa um íslenda hagsmuni. Afhverju eru Íslenskir hagsmunir ekki látnir ganga fyrir? Erum við sjálfstæð þjóð eða ekki?

 

Staða Evrópu og Bandaríkjanna:

Er hræðileg. Og þetta þurfum við að hafa í huga. Ég skrifaði grein um daginn um hrun í ferðamannaþjónustu á Íslandi. Afhverju? Jú, Bandaríkjamenn og Evrópumenn, munu ekki hafa efni á því að ferðast. Nú þegar og veturinn er ekki hafinn, þá nær meirihluti almennings ekki endum saman, hvað þá að ferðast.

Þetta verður skellur fyrir Íslenska ferðaþjónustu.

Almenn kaupmáttar skerðing á lífskjörum Vestursins, mun hafa áhrif á fiskútflutning okkar og ferðaþjónustu. Ál og annar útflutningur gæti líka dregist saman, vegna hruns í iðnframleiðslu Vestursins.

Evrópa og Bandaríkin eru í leið í algjört efnahagshrun.

Það mun taka lengur en áratug að vinda ofan af orkukreppu Evrópu, Bandaríkin eiga orku, en ....de-dollaraizion og skuldahalin mun sökkva Bandaríkjunum í djúpt skuldafen og langvarandi efnahagskreppu.

Ég sé framundan 1-2 áratuga hnignun Vestursins.

Takið eftir hvað Peter Schiff, Bandaríski viðskiptamógúllinn er að vara okkur við.

Algjört hrun Vestursins.

 

Ef Ísland ætlar að eiga góða efnahagslega framtíð, þá verður Ísland, að taka upp betri samskipti við Rússa. Það er ekkert annað til í stöðunni.

Sérhver íslenskur stjórnmálamaður BER SKYLDA að hafa íslenska hagsmuni í fyrirrúmi, til þess eru þeir kosnir. Þeir eru ekki kosnir til að fylgja eftir efnahagslegu sjálfsmorði Evrópu og Bandaríkjanna.

Þannig, að það verður að komast á sjálfstæð utanríkisstefna sem hefur BARA ÍSLENSKA HAGSMUNI Í FYRIRRÚMI ... takið eftir BARA...

Svo að skynsamur íslenskur utanríkisráðherra, myndi fara að íhuga að gera fríverslunarsamning við Rússland og BRICS löndin og fá aðgang að nýja gjaldmiðlinum og greiðslukerfinu þeirra.

 

Við eigum aðeins að hugsa um Íslenska hagsmuni, á meðan þú ert hlutlaus, þá eignast þú ekki óvini.

Og til hvers á Ísland að vera búa til óvini, vegna annarra þjóða þrætur?

Tenglar:

Versta ár í sögu mannkyns.

https://www.youtube.com/watch?v=s3YTfhJmh1I&list=WL&index=9

Peter Schiff

https://www.youtube.com/c/peterschiff

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband