Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022

Hjarðhegðun Sósíaldemokratanna

Framundan er gríðarlega djúp kreppa, mun verri en 2008 kreppan.

Og með kreppum, þá koma óeirðir.

Sósíaldemokrata ríkisstjórnir Evrópu, sem leiddu okkur í vanhugsað viðskiptastríð við Rússa, mun þurfa að standa frammi fyrir kjósendum sínum og verða kosnir í burtu.

Þar liggur hin raunverulega bylting. Að losna við forsjárhyggju, ritskoðun og rétttrúnað Sósíaldemokrataflokka úr Evrópu.

Sósíaldemokratisminn, tapaði enn og aftur og Glóbalismi þeirra er búinn að vera.

Eftir stendur kalt stríð á milli Vestursins gagnvart Rússland/Kína (BRICS)

Tvípólaheimur sem berjast er til þrautar.

Baráttan á milli Glóbalismans og Nationalismans.

Woke og Cancel culture Bandaríkjana og Evrópu, hefur stórskemmt þjóðfélögin.

Engin gildi, ekkert lím, sjálfshatur á eigin menningu. Slaufa sjálft sig.

Slík stefna er ávísun á gjaldþrot.

En afhverju hefur Sósíaldemokratisminn náð svo langt?

Það hefur aldrei verið auðveldara að stórna múgnum en í dag.

Hjarðhegðun er sú hegðun nefnd í félagsfræði þegar maður gerir hluti vegna þess að einhver annar eða einhverjir aðrir eru að gera þá.

Hjarðhegðun gæti verið lýst þannig að einstaklingar hagi sér á sameiginlega hátt innan hóps án þess þó að mörkuð hafi verið ákveðin stefna.

Þrátt fyrir aukið upplýsingarflæði, þá virðist fólk ekki geta myndað sér sjálfstæða hugsun eða hegðun. Hrædd um fara gegn meginstraumnum, sem oftast er stjórnað af fáum útvöldum aðilum.

Almennir fjölmiðlar mynda stefnuna.

Er þetta heimska? Eða er kraftur fjölmiðla bara of mikill?

Hvað gera Samfélagsmiðlar, þegar einhver reynir að koma með andstæðar hugmyndir? Jú það er sett á "Fact check" Facebook fangelsi, eða aðili settur í "lower feed". Ritskoðunin Samfélagsmiðla er gríðarlegt öflugt tæki til að berja niður sjálfstæðar hugsanir og er andstætt einstaklingsfrelsinu og málfrelsinu.

Sósíaldemokratar vita þetta og nýta sér til fullnustu.

Þeir stjórna langflestum fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Forsjárhyggja og rétttrúnaður er hluti af stefnu þeirra til að öðlast meiri völd. Talað er um Ný Marxisma, en er í raun verið að tala um Sósíaldemokratisman.

En stærsta áhyggjuefnið er skortur á sjálfstæðri hugsun og þora að hafa skoðanir. Lýðræðið þrífst á ólíkum skoðunum og verður að hafa þær til að fá réttust ákvarðanir.

Því fyrr sem fólk áttar sig á kerfisvillu Sósíaldemokratismans, því betra.

En kannski þarf efnahagshrun til að breyta hugsanahætti, alveg eins og efnhagshrunið sem Sósíaldemokratarnir í Brussel og Washington eru að bjóða okkur upp á núna og á næstunni.sheep-dog-following-behind-merino-sheep-austockphoto-000088663


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband