Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023

Vandræði Sundabrautar

 

Hvenær kemur Sundabrautin? Vegagerðin gerir ráð fyrir 2026, afhverju í ósköpunum að bíða svo lengi? Eftir hverju er verið að bíða?

 

"Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir endalausar tafir við undirbúning Sundabrautar eru orðnar ein mesta sorgarsaga í samgöngumálum á Íslandi. Sjá þarf til þess að þær tafir verði ekki lengri og að Reykjavíkurborg standi við samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2021 um þessa mikilvæga framkvæmd. Þetta kom fram í ræðu Kjartans á borgarstjórnarfundi. "

Kjartan vill meina að borgarstjórnarmeirihluti sé vísvitandi að tefja framkvæmdir.

 

Og núna eru Faxaflóahafnir farnar að ókyrrast:

"Faxaflóahafnir hyggjast sækja bætur verði af Sundabrú.

Óvissan kostar óhagræðingu. Það kostar það að við getum ekki gert framtíðarplön,“ segir hafnarstjóri" Hafnarstjóri er ekki á móti framkvæmdinni, heldur er hann óánægður með óvissuna.

Ekki hefur verið ákveðið hvort Sundabraut liggi um göng undir Kleppsvík eða um lágbrú þar yfir. En borginn hefur verið að úthluta bestu vegsvæðin til byggingaverktaka og það mun gera Sundabraut mun dýrari.

Líklegast neyðist Vegagerðin til að gera göng undir sjó, jafnvel þó það sé dýrara, bara svo að hafnarframkvæmdir raskist ekki.

Dýrara en mun betra í slæmum veðrum Íslands.

Enginn snjómokstur og öruggari akstur. Sundabrautin mun standa í árhundruð, svo að Íslendingar eiga að hugsa langt fram í tímann.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sagði að heildarkostnaður við brú væri áætlaður um 69 milljarðar króna en 83 milljarðar króna í tilfelli jarðganga.

 

 

Umhverfisstofnun boðar mikil vandræði ef Sundabraut verður lögð ofan á gamla ruslahauginn í Gufunesi, svo gæti farið að það kæmu upp vandræði ef haugurinn yrði rofinn, s.s. gasmengun, mengun grunn- og yfirborðsvatns ásamt sprengihættu. Kannski full dramatískar yfirlýsingar hjá Umhverfisstofnun, en hvað um það,  það þarf að fara að undirbúa farveginn. Það er hægt að leysa öll tæknileg vandamál í dag. En það hjálpar ekki að hafa of þétta byggð við Sundabrautina. Ruslahaugarnir eru ekki vandamál og svolítið dramatískt hjá Umhverfisstofnun.

Minni á að íbúðabyggðin á Grandanum er byggð ofan á ruslahaugum. Svo þetta verður ekki vandamál.

 

En hver er að tala um að byggja alla Sundabraut í einum áfanga?

Byrja á fyrsta áfanga og það strax.

Brú/göng yfir/undir Kleppsvík og tengja Sæbraut við Grafarvog.

Í raun væri verið taka tengja miðbæ Reykjavíkur við Grafarvog.

Bara þessi fyrsti áfangi væri nóg til að leysa gríðarlegar umferðarteppur sem eru á hverjum degi á Sæbrautinni.

Bílaraðirnar ná kílómetrum saman alveg frá Laugarsbíói og til gatnamótar Reykjanesbrautar og Bústaðavegs. Og það er ekkert gaman að vera fastur þarna daglega, árum saman.

 

Grafarvogs tenginginn, væri sú allra arðbærasta veggerð allra tíma á Íslandi.

Myndi taka á umferðarteppunni á Sæbraut og létta á umferð um Ártúnsbrekku.

Fyrir okkur Grafarvogsbúa, að komast niður í miðbæ Reykjavíkur, tæki kannski 5 mínútur eða rúmlega það.

Gríðarlegur tímasparnaður og kostnaðarsparnaður fyrir þjóðfélagið.

Það er óskiljanlegt afhverju ekki er byrjað á framkvæmdinni?

 

Heimildir:

https://vb.is/frettir/faxafloahafnir-hyggjast-saekja-baetur-verdi-af-sundabru/

https://utvarpsaga.is/segir-tafaleikjum-vegna-sundabrautar-verdi-ad-linna/

https://viljinn.is/frettir/allt-tynt-til-sem-tefur-sundabraut-fjarlaegari-framkvaemd-nu-en-arid-2006/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/01/mun_kosta_um_10_milljarda/

https://www.visir.is/g/20212069082d/sundabraut-verdur-sundabru-lengsta-bru-a-islandi

https://viljinn.is/frettir/allt-tynt-til-sem-tefur-sundabraut-fjarlaegari-framkvaemd-nu-en-arid-2006/

https://www.dv.is/frettir/2023/11/02/bodar-mikil-vandraedi-ef-sundabraut-verdur-logd-ofan-gamla-ruslahauginn-gufunesi/

 


Úthlutun fjölmiðlastyrkja er tímaskekkja

Það var mikil afturför að byrja að styrkja fjölmiðla.

Afhverju á ríkissjóður og skattborgarar að vera að vesenast í fjölmiðlarekstri og halda úti fjölmiðlum sem enginn vill sjá?

 

Markaðurinn á að sjá um að sía út fjölmiðla sem enginn eftirspurn er eftir.

En ríkið ætlar samt að halda þeim á floti?

Allir ættu að vita að ríkisrekstur á samkeppnismarkaði er dauðadæmt.

 

Nú þegar kostar tímaskekkjan RUV okkur næstum 7 milljarða.

Það eru ansi mörg hjúkrunarheimili sem hægt er að reka fyrir þann pening.

Afhverju??? Ég engin rök fyrir ríkisstyrktum fjölmiðli á 21 öldinni.

Þar sem hver einn einstaklingur er orðinn eiginn fjölmiðill.

Og auðvelt er að fá fréttir hvaðanæva úr heiminum.

Öryggissjónarmið? Nútímatækni leyfir að sent séu sms í alla síma og síðan hafa einkareknir fjölmiðlar sínar skyldur líka, svo ekki er það.

 

Það er eins og STÓRI BRÓÐIR 1984, hafi komist með puttana í þetta.

Því með því að ríkisstyrkja einkafjölmiðla og gera þá háða ríkissjóði, þá er hægt að þagga niður í þeim. Nú ef einhver einkafjölmiðill er í ónáðinni, eins og t.d. Útvarp Saga, þá fær hann einfaldlega ekki styrk. Útvarp Saga fékk t.d. ekki styrk síðast.

Afhverju? Af því að Arnþrúður er ekki í náðinni hjá einhverjum í ráðuneytinu?

 

Samkvæmt fjárlögum hafa 476,7 milljónir króna verið eyrnamerktar fyrir fjölmiðlastyrkina. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2024, sem kynnt var í september, er gert ráð fyrir fjárhæðin hækki upp í 727,2 milljónir á næsta ári.

 

Þetta eru rosalegar upphæðir, ofan á 7 milljarðana sem fara í RUV.

Hverjum datt eiginlega í hug að fara styrkja einkarekstur í bullandi samkeppni?

Hvað er næst? Fara að styrkja kvikmyndahús?

Sósíalisminn orðinn svona mikill á Íslandi, að við erum kominn niður á þetta Sovétríkja svið?

 

Fjölmiðlanefnd mun tilkynna um úthlutun fjölmiðlastyrkja öðru hvoru megin við helgina. Bara orðið nefnd og einhverjir einstaklingar séu með puttana í skattpeningum okkar lofar ekki góðu. Ávísun á spillingu, er alltaf niðurstaða af afskipti ríkisins af einkarekstri.

 

Leggja niður RUV, byrjum þar og svo fjölmiðlastyrki, notum peningana í hjúkrunarheimili, fyrir fatlaða og svo vegakerfið.

Ríkissjóður er í bullandi halla og taprekstri, svo að okkur veitir ekki af peningunum

Góðir einkafjölmiðlar munu spjara sig vel án skattgreiðenda.

 

Heimildir:

https://vb.is/frettir/uthlutun-fjolmidlastyrkja-kynnt-a-naestu-dogum/

 


Bæta þarf samskipti Evrópu og Rússlands

Macron Frakklandsforseti, má eiga margt, en hann er þó margann hátt skynsamur.

Hann var sá þjóðarleiðtogi Evrópu sem vildi tala lengst við Rússland og koma í veg fyrir Úkraínustríðið.

Macron gerði sér vel fyrir að Nato hafði farið yfir rauðu línur Rússa með útþenslu Nato að landamærum Rússlands og Rússar vildu öryggi.

 

Hann er núna staddur á Astana í Kazakhstan.

En hann er á ferð um mið asíuríkin og fyrrum Sovétríki.

Hann er allavegna frumlegur með heimsókninni, en aðrir Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa hunsað mið Asíu.

Kazakhstan er reyndar afar mikilvægt land og með mikið af úraníum og þeir auðga það sjálfir. Nokkuð sem Frakkar þurfa sárlega að halda, en þeir framleiða mest alla raforku sína með kjarnorku. Og núna eru margar Afríkuþjóðir að loka á sölu á úraníum til Frakklands. Svo mig grunar að þetta liggi að baki áhuga hans til Mið Asíu.

 

En hvað um það, hann sagði þetta eftirfarandi á blaðamannafundi í Astana:

Europe needs stable pattern of relations with Russia, Macron says

According to the French leader, "the European defense architecture cannot be built on escalation and conflicts"

Europe needs a stable pattern of relations with Russia, French President Emmanuel Macron said, speaking to students at the Kazakh Humanitarian Law University named after M.S. Narikbayev.

According to him, "the European defense architecture cannot be built on escalation and conflicts." "Russia is geographically a part of Europe, so we need to build a stable pattern of relations between EU members and non-members, and this includes Russia," Macron emphasized.

According to the French president, Europe needs to be involved when Russia and the US talk about weapons.



Þetta eru jákvætt viðhorf og mjög sjaldgæf, í annars fjandsamlegri stefnu ESB gagnvart Rússlandi. Svo fjandsamleg að ESB er að reyna að smíða saman 12 viðskiptabanns pakkann á Rússa þessa dagana.

Eins og hinir 11 séu eitthvað að virka?

Annars er mikil stríðsþreyta í Evrópu gagn Úkraínustríðinu. Þreyta af álagi út af milljónum Úkraínskra flóttamanna og svo áhrifa viðskiptabanns á Rússa hefur á efnahag Evrópu.

Ég spái reyndar að um leið og Úkraínustríðinu ljúki, þá fari viðskipti á milli Evrópu og Rússlands fljótt af stað aftur. Sérstaklega á sviði orku.



Heimildir:

https://www.rt.com/business/586293-eu-russia-sanctions-trade/

https://tass.com/world/1700379

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband