Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Hvað þýðir nýr Multi polar heimur?

 

MULTI polar heimur

Það er ljóst að BRICS þjóðir með Rússa í forystu eru að búa til nýja heimsmynd.

Þjóðir heims hafa horft á Rússa standast allar efnahagsþvinganir og orðið hreinlega sterkari.

Og þjóðir heimsins hafa fengið meiri sjálfstraust, að það sé hægt að byggja upp fjármálakerfi án Bandaríkjanna.

Að taka Rússa út úr SWIFT kerfinu og gera varaforða þeirra upptækan.

Hefur sannfært þjóðir heimsins, að Vestrinu er ekki treystandi.

Það er ástæðan fyrir af-dollaravæðingunni sem er núna í gangi.

Og þróunin er mun hraðari en nokkur bjóst við.

Nýji BRICS gjaldmiðilinn er síðan það sem mun gera út af Dollarann.

Þjóðir heimsins eru nú þegar byrjaðar að nota eigin gjaldmiðla í viðskiptum og slaufa út dollarann.

Bandaríkin með sína 32 trilljarða skuld og verðbólgu, má ekki við þessu. Vissulega dökkir tímar framundan. Alvöru hrun Dollarans hefst á næsta ári.

 

Hvað þýðir Multi-polar heimur fyrir heiminn?

Líklegast mun heimurinn skiptast í tvær fylkingar.

Bandaríkin og ESB ásamt engilsaxnesku ríkjunum.

Gegn afganginum af heiminum, sem eru að fylkja sér á bakvið BRICS.

Nú þegar eru 19 aðildarríki sem sækja um að komast að hjá BRICS.

Nýr gjaldmiðill, nýtt greiðslukerfi og að komast úr viðskiptaþvingana ógnunum og hættunni frá Vestrænu þjóðunum, hraðar ferlinu.

 

Fjölda ríkja, sem hafa orðið barðinu, á viðskiptastríðs ofbeldi Bandaríkjana.

Sjá núna fram á bjartari tíma.

Argentína sem hefur verið undir hæl Bandaríkjana í langann tíma í gegnum IMF, mun hrista hlekkina af sér. Sama á við Venúsúela og eiginlega flest Mið- og Suður Ameríku ríkin.

Í nýjum Multi polar heimi, þá á Kúba betri framtíð og fer út úr einangrun sinni. Kúba mun leita til BRICS blokkarinnar með viðskipti og annað.

Kúba gæti átt bjarta framtíð. Sama á við Mexíkó.

 

Rússar og Kína eru núna á fullu við að byggja upp viðskiptasambönd í mið- og suður Ameríku. Kínverjar hafa efnahagsstyrkinn og Rússar hafa herstyrkinn og svo náttúruauðlindirnar. Allt sem þjóðir heimsins þurfa á að halda. Rússar og Kínverja fara núna kerfisbundið í heimsóknir til Asíu, Afríku og Suður Ameríkulanda til að efla viðskipti og samvinnu.

 

Sama á við Afríku, það sama er verið að gera þar.

Og reyndar alla Asíu, fyrir utan harðkjarna bandalagsþjóðir Bandaríkjanna, Kanada, Ástralía, Nýja Sjálland, Japanir og Suður Koréumenn.

Saudar eru lykilþjóðin og OPEC+ sem eru gera BRICS viðskiptablokkinni kleift að hrista Petro - Dollarann og Vestrið af sér.

 

Þannig að í raun, þá eru það ekki Rússar sem eru að einangrast, heldur vestrið.

 

Gríðarleg misnotkun á Dollaranum með peningaprentun og viðskiptabönn, hefur gjaldfellt hann.

Hann er séður sem stríðstæki, frekar en efnahagslegt öryggi.

Ég tók fyrir annarsstaðar, hvernig BRICS gjaldmiðillinn muni líta út.

Ný alheims mynt er að rísa.

 

Núna þarf Evrópa að fara að hugsa sinn gang.

Ætlar hún að sökkva með Bandaríkjunum?

Loki BRICS blokkinn á Evrópu, þá þýðir það hreinlega fátækt fyrir orkulausa og náttúruauðlinda snauða Evrópu.

Evrópa gæti misst aðgang að flestum mörkuðum heimsins fyrir vörur sínar og fái ekki málma eða orku sem hún þarf sárlega á að halda.

Nú þegar þjáist álfan af erfiðleikum, bara út af viðskiptabanni á Rússa.

Ímyndið ykkur ef Evrópa lokast af gagnvart afganginum af heiminum?

 

Macro og fleiri sjá þetta og það var ástæða þessa að hann og Ursula Van Der Liar fóru í vandræðalega ferð til Kína.

 

Ég held að lokum þá áttar Evrópa sig á, í hve slæmum félagsskap hún er með Bandaríkjunum. Evrópa þjáist núna, en djúpríki Bandaríkjanna hefur grætt feitt á viðskiptastríði gegn Rússum.

En...að lokum þá fer Bandaríkin öll, líka niður.

 

Ætli Evrópa að eiga bjarta framtíð, þá verður hún að taka upp betri samskipti við stóra nágranna sinn í Rússlandi, sem er Evrópuþjóð líka.

Evrópa vantar og mun vanta frá Rússum, olíu, gas, áburð, korn, málma og kjarnorkueldsneyti. Bandaríkin getur ekki hlaupið í skarðið, annars væru þeir búnir að því.

 

Evrópa og sérstaklega Ísland, hefur tækifæri að snúa við blaðinu og taka upp jákvæð samskipti og viðskipti við Rússa.

Hagsmunir Íslendinga er ekki ófriður og viðskiptabönn.

Viðskiptabönn eru eitur fyrir Ísland, sem á allt sitt undir alþjóðlegum viðskiptum.

Litlar breytingar eru þó framundann út af veru okkar í EES.

Núna er verið á alþingi að framselja endanlegt fullveldi okkar með ályktun 35.

Þar með missir Ísland endanlega fullveldi sitt og ESB lög verða æðri Íslenskum.

Ísland verður þá smá hérað stjórnað af Brussel.

Sorgleg þróun fyrir Ísland. Og vonandi sjá Íslendingar að eina bjarta leiðin er að fara út úr Schengen og úr EES. Gera tvíhliða samning við Brussel mafíuna og einbeita okkur að fríverslunarsamningum við ÖLL RÍKI HEIMSINS.

 

 


Færeyingar taka Færeyska hagsmuni fram yfir ESB

Færeyskir hagsmunir

Færeyingar eru skynsöm þjóð og eru í raun sjálfstæð þjóð, þó þeir séu í ríkjasambandi við Dani.

Það hafa þeir sýnt með sjálfstæðri utanríkisstefnu sinni.

Færeyingar hafa horft upp á 11 vonlausa viðskiptabanns pakka ESB á Rússa.

Viðskiptabönn sem hefur skaðað ESB meira en Rússa. Enda er Rússneskur efnahagur í miklum blóma.

Færeyingar endurnýjuðu fiskveiðisamning á milli þjóðana, þvert á aðrar þjóðir Evrópu, með undantekningunum Serbía og Ungverjaland.

 

Færeyingar eru sjálfstæðari en Íslandingar og hafa raunverulega utanríkisstefnu, þar sem FÆREYSKIR HAGSMUNIR GANGA FRAMAR ÖÐRU.

Nokkuð sem við Íslendingar geta lært af þeim.

En Ísland er langt því að vera frjáls og sjálfsstæð þjóð og hefur alls ekki sjálfstæða utanríkisstefnu.

Það er fylgt ESB í blindni, og maður spyr sig hvort utanríkisráðuneytið sé óþarfi?

Okkar utanríkisstefna er hvort eð, ákvörðuð í Brussel eins og allt annað.

 

Færeyingar ákváðu að halda áfram viðskiptum Rússa, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir Færeyskt efnahagslíf.

Færeyingar hafa horft upp á hrun í efnahaga ESB landa í kjölfar viðskiptabanns á Rússlands og ætla ekki að fara sömu leið.

Skynsöm þjóð, nágrannar okkar.

 

Núna eru fréttir að Danska stjórnarandstaðan vilji skemma viðskiptasamband Rússa og Færeyinga.

Og gefa upp dellu rök, að rússnesku skipin séu njósnaskip og verið sé að kortleggja sæstrengi og annað.

Sem er glórulaust, því slíkar upplýsingar eru til opinberlega, allsstaðar.

Auðvelt er að nálgast opinber gögn um legu sæstrengja og þarf ekkert að njósna um slíkt.

Auk þess hafa Rússar fullkomnustu kjarnorkukafbáta í heimi og fara létt með að finna það sem þeir vilja finna hverju sinni.

Þannig að rökin um njósnir er þvæla.

Og rökin að Rússar ætli að skemma fjarskiptastrengi við þjóð sem þeir eru í viðskipta- og vinasambandi er ekki trúverðugt.

 

Allt er reynt til að skemma fyrir Færeyingum með áróðri.

Eitt er víst, er að ef Færeyingar fara eftir Brussel tilskipunum, þá gæti það skaðað efnahag þeirra og Brussel mun örugglega ekki bæta þeim skaðann.

Hlutleysi, vinátta og viðskipti eru bestu leiðin, ekki að taka þátt í eilífðarþrætum stórveldana, sem enda aldrei.

 

Heimildir.

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-04-24-thrysta-a-faereyinga-ad-loka-hofnum-fyrir-russum

 

 

 


Hátæknistörf og Micro chips ættu að verða framtíð Íslands

 

micro chips

 

Ísland er land láglauna. Já við eigum fjölda náttúruauðlinda.

En störfin sem atvinnulífið byggist á, eru láglaunastörf.

Afar fáir vinna sem sjómenn eða bændur. Og ferðaþjónustan byggist á láglaunastörfum sem gefa lítið fyrir ríkissjóð.

Opinber störf eru að sjálfssögðu ekki með neina gjaldeyrissköpun eða neina, innkomu inn í þjóðarbúið, endar lifir opinberi geirinn á einkageiranum.

Flest öll störf, eru í þjónustugeiranum hjá einkageiranum og þau gefa ekki mikið af sér.

 

Hvaða störf geta talist hálaunastörf á Íslandi? Það eru helst einyrkjar og aðrir í einkaframtakinu sem eru búa til verðmæti og eru með hærri launum.

 

Ísland þarf að auka hlut hátækni og hálaunastarfa. Líta ætti til landa eins og Luxemburg, Sviss .

Og Liechtenstein sem er aðeins 38.000 manns.

Liechtenstein er ein ríkasta þjóð í heimi, og margir halda að það sé vegna bankageirans. Nei, Liechtenstein hefur líka sterkann iðnað, sem eru með heimþekkt merki fyrir tannlækna og svo lyfjaiðnað. Þetta eru hátæknistörf sem bjóða upp mikla innkomu.

Annað dæmi er Taiwan, sem sérhæfir sig í Micro-chip (örflögum).

Taiwan er með 50% af heimsmarkaðinum og þessi hátækniiðnaður, drífur landið áfram. Heimurinn virkar ekki án micro-chips.

Sem sagt hátæknistörf sem gefa mikla innkomu.

Vandamálið með Taiwan er að það er á framtíðar ófriðarsvæði og því gæti 50% af heimsframleiðslu Micro-chips verið í hættu.

 

Framleiðsla á Micro-chips er gríðarlega flókið ferli og þarf mikla hátækni.

Núna um daginn voru kynntar miklar framfarir í framleiðslutækni á örflögum.

Algóritmi sem flýtir framleiðsluferil 40x.

Þessi aðferð býður upp á enn háþróaðri örflögur, án þess að skipta þurfi um framleiðslutækni.

Örflögur niður í 2 nanometra eða stærð á við DNA.

Eins og hefur verið, þá tekur það vikur að búa til "wafer" disk.

Núna með nýrri tækni, tekur ferilinn aðeins 8 klst, eða ein vakt.

Algóritminn þarf mikla reiknigetu og aðgang að gagnaveri og orku.

Hingað til hefur þetta kostað mikla orku, en með aðkomu AI algóritmans, þá þarf minni reiknigetu og þar með minni orku.

Sem dæmi, þá fer orkan úr 35 MW niður í 5 MW.

Svo að um mikinn orkusparnað er að ræða.

 

Hérna koma sóknarfæri Íslands, við erum með kalt loft fyrir gagnaver, og við erum með orkuna. Og Ísland er á öruggum stað.

Ísland ætti að bjóða Nvidia fyrirtækinu að koma til Íslands og hefja starfsmenni.

 

Ísland á að búa til fríverslunarsvæði fyrir svona starfsemi, til að laða að hátæknifyrirtæki. Ég sé fyrir mér Tesla, og fjölda annarra hátæknifyrirtækifyrirtækja, sem þurfa mikla orku og stöðugleika í stjórnmálum.

Fjöldi hátæknistarfa gætu skapast með miklar tekjur fyrir ríkissjóð.

Hámenntaðir íslendingar fá vinnu.

 

Ferðamannaiðnaðurinn er sveiflukenndur og óáreiðanlegur, við sáum það eftir 11 september og Covid, að ferðamannaiðnaðurinn hrundi á einni nóttu. Og það versta við þetta, er að þetta er láglaunastörf sem eru í boði og gefa lítið fyrir ríkissjóð.

 

Íslenska ríkið er lítið að gera að undirbúa sig undir Fjórðu iðnbyltuninguna.

Lítið er verið að gera að rafvæða stjórnkerfið, og furðuleg þróun að sjá ríkisbáknið þenjast út á hátæknitímum.

Eistar eru t.d. mun lengra komnir í rafvæðingu stjórnkerfisins.

Til að laða að frumkvöðlastarfsemi þarf lægri skatta og aðlaðandi rekstarumhverfi.

Minnka regluverk og helst að setja upp fríverslunarsvæði.

Það er engin framtíðarsýn fyrir Ísland, enginn stjórnmálaflokkur er með alvöru framtíðarsýn...hvernig Ísland á að vera eftir 10-20 ár?

 

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=FoepjuvIZ9E

https://www.youtube.com/watch?v=ld2wZCC2rVs

 

 

 

 


Gervigreind

 

Fjórða iðnbylting humanoid robots

 

Talað hefur verið um fækkun starfa um 800 milljónir árið 2030.

Svo gæti farið að þessi tala verði hreinlega vanætluð og mun fleiri störf hverfi.

Á næstu 7 árum verður heimurinn óþekkjanlegur frá því hann er í dag....þróuninn er gríðarleg.

 

Mestu framfarir eru með Humanoid robots. Eins og nafnið segir til um, þá er vélmennið í formi manns. Er með höfuð, handleggi og fætur og það er ekki tilviljun að mannkynið skuli stjórna Jörðinni, enda er mannslíkaminn þannig gerður að hann getur gert ótrúlegustu verkefni.

Bara hendurnar sem vinna af fínni nákvæmi gefur okkur yfirburði.

Nú þegar eru verksmiðjur fullar af iðnaðarvélmennum, sbr. Tesla verksmiðjurnar eru fullkomnlega reknar með vélmennum, en þetta eru einhæf vélmenni með einn arm sem gerir bara einn ákveðinn hlut.

Getur ekki gert "multi task" verkefni. Og þeir taka mikið pláss og orku.

 

Þess vegna eru Humanoid robots, mun mikilvægari, því þeir eru ekki háðir fastri staðsetningu í verksmiðju, og getur gert allt sem maðurinn getur gert.

Það er ekki bara í bílaverksmiðjum sem Humanoid robots geta unnið, heldur hreinlega öll störf sem maðurinn vinnur við. Byggingarvinna, hermenn, sjómenn og hvað eina. Engin takmörk.

Svo spurningin er? Verður maðurinn algjörlega óþarfur?

 

Núna eru komin AI forrit sem búa til manneskjur í myndböndum (Deep fake), að það er ekki hægt að sjá, að um gervigreind sé að ræða. Þannig að Hollywood leikarar verða líka gervi fígurur.

Og það þarf ekki einu sinni forritara, heldur munu forrit búa til forrit sjálf.

Vélmenni búa til önnur vélmenni, o.s.frv.

Nú þegar geta forrit arkitektað hús bara með einföldum skipunum. Það eru engin takmörk. Og læknar? Gervigreind eru með miklu meiri getu til að sjúkdómsgreina sjúkling, og er sífellt uppfærður, og hefur meira gagnamagn, en nokkru sinni læknir ræður við.

 

Hvað er Humanoid robots þróunin komin langt?

Atlas vélmennið hjá Boston Dynamics getur gert ótrúlega hluti.

Hann getur hreyft sig og gert hluti sem maður getur gert.

Þá er með gervigreindina ... heilinn, þar eru langmestu framfarirnar.

Og hæfileikinn til að læra og uppgötva er á hraðri leið. Við sjáum það í Tesla bílunum, sjálfkeyrandi hvernig verið að byggja upp gervigreindina og uppfæra og gera skilvirkari, sjálfstýringu.

Svo mun fara að sjálfkeyrandi bílar verða mun færari "ökumenn" en nokkur maður.

Tesla bot hjá Elon Musk, er með nákvæma fingur og hreyfingar. Elon hefur náð gríðarlegum framförum á skömmum tíma. Teslo Bot er þannig að það nægir að segja vélmenninu hvað á að gera og það framkvæmir.

Elon ætlar að byggja fleiri vélmenni en mannkynið (8 milljarðar).

Því fleiri vélmenni, því meiri framleiðsla og afköst segir Elon Musk.

 

Gervigreindarforrtið GPT-3 er það fullkomið að það gerir Chat-bot, raunverulegan möguleika að skipta út manneskju á línunni, við að svara spurningum ... það getur leiðrétt sig og svarað öllum spurningum, með upplýsingum sem til eru á netinu. Bara þetta forrit, getur leyst af 800 milljón störf.

Með sjálflærandi hegðun og aðgang að öllum upplýsingum sem til eru á netinu, þá erum við með forrit sem tengist gervigreind humanoid robots ("heili" vélmennisins), og gerir þeim kleift að taka framúr getu mannsins við að leysa verkefni og með óendanlegri reiknigetu.

 

Deep fake forritin geta búið eftirlíkingar af frægu fólki og látið það segja og gera hluti, sem það hefur ekki gert. Og eru því ansi hættuleg að því leyti, að einhver heldur t.d. í beinni vídeó upptöku að hann sé að tala við t.d. Donald Trump, en þá er það Deep fake forrit.

Svindlarar munu reyna að nýta sér þetta með myndbönd og símtöl til að svindla. Þessi forrit eru ódýr og verða algeng.

Þjóðarleiðtogar hafa verið plataðir (Biden) og haldið að þeir séu að tala við annan þjóðarleiðtoga í beinni, og látið af hendi viðkvæmar upplýsingar.

 

AR gleraugu, munu taka við farsímanum.

 

Genomics, á sviði erfðafræði, er núna hægt að búta í sundur DNA og breyta og bæta. Viltu stærra nef? Aðra eiginleika? Það er hægt með því að búta í sundur DNA kóðana.

 

Stjórnsýsla: Er ekki flókin í raun og endurtekning. Gervigreind getur í raun stjórnað heilu borgunum og ríkjum (með eftirliti manna). Ekki veitir af í sífellt stækkandi ríkisbákni. Gerir það ekki þá kleift að lækka skatta?

 

Það er ljóst að það verður þörf á minna af erlendu vinnuafli á Íslandi.

Í heiminum er talið að 800 milljónir starfa hverfi fyrir 2030 í Fjórðu iðnbyltingunni.

Í Bandaríkjunum einum er talað um fækkun starfa um 50% fyrir 2030.

En ólíkt fyrir automatic byltingunni í þriðju iðnbyltingunni.

Þá skapast ekki ný störf nema takmarkað og störfum fækkar gríðarlega og ekkert kemur í staðinn...HVERFA.

Talan 800 milljónir gætu jafnvel verið vanætlun, eins og fyrr segir.

 

Hver er lausnin? Við fækkandi störfum eða þau hverfa?

Sennilega að minnka vinnuvikuna, það verður byrjunin.

Jack Ma, stofnandi Alibaba, spáir 16 klst vinnuviku. Einnig er ljóst að störfin eiga eftir að breytast.

Þegar tölvurnar eru farnar læra sjálfar. Maðurinn getur hreinlega ekki keppt við tölvurnar afkastalega séð í gagnamagni og almennri verklegri getu.

 

Hvað er gervigreind?

Til að skilgreina gervigreind, þá þarf tæknin að fara í gegnum svokallað Turin prófun (Turin = faðir tölvunnar).

Þeir tala um Singularity (tölva sem fer fram úr getu mannsins.

Og gervigreindin verði sjálfstæð og óháð mönnum.

Það er talað um þrjú stig:


(1) Artificial Narrow Intelligence.

Hún er kominn núna og er notuð á netinu, t.d. Algorthitmar o.s.frv. Youtube velur t.d. Fyrir þig myndbönd o.s.frv.

 

(2) Artifical Genaral Intelligence er næsta við hornið og að byrja. Þá er gervigreindin búin að ná manninum í reiknigetu og greind. Tölvur munu þá hugsa eins og menn. Og getur lært af reynslunni.

 

(3) Artifical Super Intelligence: er svo það ógnvænlegasta. Þá fer gervigreind fram úr manninum í reiknigetu og gervigreindin hefur sín eigin markmið og fyrirætlanir. Gervigreindin líkir eftir mannsheilanum í virkni, en hefur milljón falt meiri reiknigetu.

 

Gervigreindin gæti farið fram úr okkur og hún eignast sjálfsstæða hugsun, “gervisál” með gervimarkmið. Við sáum dæmi um slíkt í myndinni “Eagle eye”.

Þar sem gervigreindin öðlaðist sjálfstætt “líf” og eigin markmið.

 

Hvar myndi gervigreindin stoppa? Nú þegar er hún á fullri ferð í heilbrigðisþjónustu, viðskiptum og svo til öllu.

Jafnvel gæti farið svo, að sjálft stjórnkerfi ríkja væri stjórnað af gervigreind.

Til hvers að finna upp hjólið aftur, ef hægt væri að forrita stjórnsýsluna til að stjórna þjóðfélaginu í heild?

Engin spilling þar og engar villur í stjórnun ríkissins.

Maðurinn getur aldrei keppt við reiknigetu róbóta.

Og reiknigeta tölva eykst og eykst.

Það sem hljómar fáránlega í dag, er að verða raunveruleiki innan tíðar.

Gervigreindin mun ná slíkri getu að hún verður með sjálfsstæða hugsun og gervisál og getu til að framþróast án mannsins.

Verið með vélrænt DNA

Þegar við erum komin á slíkt stig, þá gæti mannkynið komist í útrýmingarhættu.

Ennþá hefur maðurinn forskot, því hann þarf ólíkt gervigreind, aðeins fáein reynsludæmi til að læra og þróast áfram á meðan gervigreindin þarf hundruða reynsludæma til að þróast áfram. Og þó? Ekki skv. nýjustu þróun.

En þetta mun breytast með meiri reiknigetu tölvanna og það er til róbót sem lærir með því að horfa á fólk gera hluti. Hann kallast BAXTER og er ódýr, og “BAXTERARNIR” verða algengir í fratíðinni.

 

Hvað um auð, ríkidæmi?

Ríkar fyrirtækjasamsteypur eða milljarðamæringa?

Hvað á að gera við slík fyrirbæri? Þegar öll framleiðslan er á hendi róbóta?

Sennilega verða milljarðamæringar áfram til, enda eiga þeir framleiðslutækin.

Borgaralaun gæti orðið nauðsyn til að dreifa þjóðarframleiðslunni og deila gæðunum.

Erlendis er talað um “Universal Basic Income

Og margar tilraunir eru í gangi með slík borgaralaun. Enn sem komið er, eru þau ekki raunhæf, en verða það óhjákvæmilega, einfaldlega, vegna þess að við höfum ekki annað að velja.

En sennilega er stytting vinnuvikunnar fyrsta þróunin.

Störfin verða einfaldlega ekki til. Hvernig verða slik borgaralaun fjármögnuð? Með því að sleppa velferðarkerfinu og borga beint til fólksins, er einn valkostur.

Gríðarlegur mannafli og bákn er í kringum það kerfi og þar sparast ef það væri lagt niður.

Einnig mætti skattleggja fjármagnskerfið, fjármagsmillifærslur eða einfaldlega framleiðslutækin.

Framleiðslutækin geta framleitt gríðarlega og skapað þannig auð og gæði, á ómældan mælikvarða.

 

Sumir segja að Universal Basic Income, sé íþyngjandi, þar sem sá sem fær launin er algjörlega háður ríkisvaldinu og hægt að refsa eða umbuna einstaklinginum, en og þó?

Því hægt væri að veita án skilyrða UBI og sett í stjórnarskrá um réttinn.

 

Hve ríkar gætu þjóðir heimsins orðið? Þegar ljóst er að róbótar framleiða hundruðafalt á við menn. Og þar með aukast verðmætin í samræmi við framleiðsluaukninguna.

Þrýstingur á barneignir mun minnka, þar sem róbótar sjá um framleiðsluna og þjóðin getur leyft sér að eldast og ungviðið þarf ekki að taka við keflinu og sjá fyrir þeim eldri. Á þetta veðja Japanir.

Mig langar líka á minnast á DAO company, en það er Blockchain fyrirtæki, sem á sig sjálft. Nánari útskýring er á heimildalista hér að neðan.

Hér er ensk útskýring á DAO company:

 

Key Takeaways

  • A decentralized autonomous organization is an entity structure in which tokenholders participate in the management and decision-making of an entity.
  • There is no central authority of a DAO; instead, power is distributed across tokenholders who collectively cast votes.
  • All votes and activity through the DAO are posted on a blockchain, making all actions of users publicly viewable.
  • One of the first DAOs named The DAO was an organization created by developers to automate decisions and facilitate cryptocurrency transactions.
  • A DAO must ensure security is prioritized, as exploits can leave a DAO drained of millions of dollars of its treasury savings.

Hin framtíð Íslands er gervigreind og fjórða iðnbyltingin.

Þar kemur orka mikið við sögu og sérstaklega raforka. Það þarf mikla orku í róbótavæðinguna og gervigreindina. Gleymum ekki rafbílavæðinguna og hugsanlega vetnisframleiðslu.

Bílar, skip og flugvélar gætu verið knúin vetnisorku. Og raforkan okkar hentar sérstaklega vel í þetta. Jafnvel gætum við farið í vetnisútflutning. Sem dæmi, hve hrein orkan og nýtingin á vetnisorku, er að bíll kemst 100 km á einum lítra af vetni. Og vetni er umhverfisvæn orka!

Orkupakki 3 og 4 og sæstrengur ógna þessu, því virðisaukinn færi klárlega úr landi og forskotið sem við höfum hverfur.

Gagnaver eiga eftir bara eftir að stækka og stækka og Ísland er hagkvæmur geymslustaður, vegna kalt loftslags og mikið magn af endurnýjanlegri orku.

Svo til öll framleiðsla verður í höndum róbóta. Gríðarlega mörg störf eiga eftir að hverfa. Sérstaklega láglaunastörf og reyndar hvítflippastörf líka.

 

Það er ljóst að þessu tveggja, verður þjóðin að huga vel að:

Fríverslunarsamningar og undirbúa okkur undir fjórðu iðnbyltinguna.

ORKAN OKKAR....gegnir miklu hlutverki þar og við missum ekki rafmagnið úr landið í hendur erlendra ríkja og endum sem Afríkuríki sem er mergsogið náttúruauðlindum sínum.

Ný tækni með vetni gæti gert okkur að vetnisútflutningsríki.

Orkann er lykillinn að allri okkar framtíð.

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=hpniNoWVkf4

https://www.youtube.com/watch?v=iJVCrBALrM0

https://www.youtube.com/watch?v=rSpYEAUDiU0

https://www.investopedia.com/tech/what-dao/

 

 


Rússneski björninn og Kínverski drekinn

Kína og Rússland

 

Undanfarnar vikum höfum við verið að fá fréttir af heimsókn Xi Jinping til Moskvu og Vestrænir aðilar fylgdust með hryllingu, yfir vináttu og vinátturæðum Putin og Xi.

Ríkin hétu hvoru öðru nánari samstarfi og vináttu.

Xi og Putin hafa þekkst lengi og eru í reglubundnu sambandi, þó það komi ekki í fréttum, þá hringja þeir í hvorn annan nokkuð oft.

 

Fyrir báða aðila er upp á líf og dauða að tefla og einstakt tækifæri að taka Bandaríkin niður og eru byrjaðir með af-dollarvæðinguna.

Með aðstoð Kína og BRICS landana, er ekki hægt að einangra Rússa og flest lönd heimsins utan BRICS og Vestursins styðja Rússa.

Þess vegna misheppnuðist viðskiptabann Vestursins.

Rússar eru nefnilega heimsveldi á réttum stöðum. Hernaðarveldi, með alla orkuna, málma og matvæli.

Slíkt ríki er ekki hægt að einangra án þess að fá heimskreppu. Við sjáum núna hvernig Rússar sem eru aðilar að OPEC+ eru að skera niður olíuframleiðslu OPEC+ og þvinga Vesturlönd.

 

Kínverjar vita mætavel, að ætlun Neocons í Washington og Brussel var að ögra Rússum nógu mikið með útþenslu Nato, til að Rússar færu af stað í Úkraínu.

Og með Úkraínustríði, var hægt að taka út Rússa efnahagslega. Ætlunin var að skipta Rússlandi í smáar einingar og arðræna landið, svona eins og hefur verið gert með Úkraínu í 30 ár.

En...misheppnaðist.

Eftir að Rússar væru komnir á hné efnahagslega, átti að taka á Kínverjum og Bandaríkin eru reyndar byrjað með ögrunum í Taiwan.

Bandaríkin vilja ekki Kína sterkt og í samkeppni við sig.

Og eru í raun tilbúnir í stríð við Kínverja og nota Taiwan sem staðgengilsstríð og yfirskyn. Þetta vita Kínverjar vel.

Og þess vegna eru þeir ekki að hlusta á Bandaríkin sem eru að reyna að reka fleyg á milli Rússa og Kínverja.

 

Ef það kæmi á stríð, og það liggur í loftinu með Taiwan, þá geta Bandaríkjamenn, lokað á allar aðflutninga til Kína á sjó, Asíumegin. Auðvelt að loka á Malakkasundið og orkuflutninga frá Mið Austurlöndum.

En það er ekki hægt að loka á flutninga á orku frá Rússlandi, sem gæti brauðfætt Kínversku þjóðina og séð henni fyrir alla þá orku sem Kína þarfnast og málma.

 

Samstarf við Rússa er lífsnauðsynlegt fyrir öryggi Kína.

Rússar eru mikilvægari fyrir Kínverja, en Kína fyrir Rússland.

Þó margir reyni að snúa þessu við.

Stærsta land heims, Rússlands, hefur allt innan sinna landamæri og getur í raun lokað sig af efnhagslega. Það getur Kína ekki. Það hefur ekki næg náttúruauðævi til þess.

Rússar eru líka mun sterkari hernaðarveldi en Kínverjar með 6000 kjarnaodda á móti 300 Kínverja. Og Kínverjar eru háðir Rússum með fjölgun kjarnavopna.

 

Draumórar Vestursins að Kína hætti samvinnu við Rússland eru fjarstæðukenndar. Það mun ekki gerast.

Indverjar eru beggja megin borðsins, þurfa á Rússneskri orku og hafa langa sögu með góð samskipti við Rússa, en eru í landamæradeilum við Kínverja. Þetta er eini bresturinn í BRICS samstarfinu. En mun þó ekki hindra það.

 

Flestar þjóðir heimsins eru nefnilega orðnar þreyttar á yfirgangi Bandaríkjanna.

Sem eru í stöðugum afskiptum og valdabyltingum landa, innrásum og viðskiptabönnum.

Utanríkisstefna Biden er ruglingsleg, þar sem Biden er að stíga á fæturnar á flestum bandamönnum sínum og hóta og þvinga. Það er ekki ástæðulausu að Saudar eru að skilja við Bandaríkjamenn. Og Nordstream skemmdarverk Bandaríkjamanna sýnir að Bandaríkin svífast einskis til að halda ítökum og völdum sínum.

 

Nýlega, keppast Evrópuþjóðir við heimsækja Kína. Macron og Úrsúla Van der Liar, forseti framkvæmdastjórnar ESB fór nýlega í heimsókn.

Það segir mér að Evrópa, sem er illa löskuð af viðskiptastríði við Rússland, er örvæntingarfullt. Iðnaður Þýskalands er í stórhættu út af háu orkuverði og skorti.

Evrópa er að reyna að fjarlægja sig frá ögrunum Bandaríkjamanna við Kína út af Taiwan.

Ef það yrði viðskiptastríð við Kína, þá færi Evrópa endanlega á hliðina.

Því Kína er meira og minna með framleiðslu Evrópu á sínum höndum.

Og aldrei sem núna í orkuskorti Evrópu.

Kína og Asía fær ódýra Rússneska olíu, á meðan Vestrið þarf að kaupa orku í hæstu hæðum. Þetta gengur ekki upp til langframa.

 

Evrópa aðskildi sig frá Rússneskri orku án undirbúnings, öfugt við Rússa, sem höfðu undirbúið sig undir aðskilnað frá Vestrinu, frá fyrstu efnahagsþvingunum 2014.

Vegna undirbúningsleysis Evrópu fór allt á hliðina, verðbólga og hnignun iðnaðar.

Evrópa veit að sama má ekki gerast með Kína.

Vilji Evrópa aðskilja sig frá Kína með framleiðslu, þá þarf margra ára undirbúning, eigi ekki að koma á kreppa.

 

Evrópa getur þetta, en ekki strax.

Það sem flestir eru að gleyma eru tækniframfarir og Fjórða iðnbyltingin.

AI og fjórða iðnbyltingin getur keppt við ódýrt vinnuafl Kínverja.

Við sjáum það t.d. á Kínverskum rafbílum sem eru á sama verði eða dýrari en í Vestrinu og sérstaklega er Tesla fremst í flokki. Þar eru gígafactory hans Elon Musk algjörlega róbótavædd og engin mannleg hönd getur keppt við hraða róbóta og nákvæmni.

Fjórða iðnbyltingin gæti þannig orðið bjargvættur Evrópu, í samkeppni við ódýrt vinnuafl Asíu.

Það er bara orkuvandinn sem þarf að leysa. Því þetta snýst allt um orku.

Ég veit ekki nkl. hvernig Evrópa ætlar að snúa sig út úr orkuskortinum?

Sennilega er til næg orku í vind- og sólarorka til að knýja Evrópu, en þetta tekur bara langann tíma að byggja upp. Þess vegna er ég að tala um áratug af stöðnun í Evrópu.

Þjóðir sem byggja á vel menntuðu vinnuafli og greind, ná alltaf að klóra sig út úr erfiðum aðstæðum. Við sáum gott dæmi með Þýskaland og Japan eftir stríð.

En þar voru löndin sprengd aftur til steinaldar og allur iðnaður í rúst.

Samt tók það ekki nema áratug fyrir löndin að verða efnahagsveldi.

Mannauðurinn er nefnlega mesta auðlind sem til er.

 


Bandaríski Woke herinn fær ekki næga hermenn

Bandaríski Woke herinn

 

Bandaríski herinn er farinn að YouTube og TikTok til að bæta ímynd sína
Vegna skort á nýliðum hefur Pentagon valið nýja aðferð:

"Viral TikToks made by psyop agents"

 

Bandarískir hermenn deila oft daglegu lífi sínu á TikTok. Sumir grínast og gera prakkaraskap við félaga sína, aðrir deila því sem þeir gera og borða í hernum o.s.frv. Ekkert voðalega spennandi í raun.

Einn vinsælasti „hernaðaráhrifavaldur“ nútímans er Hayley Lujan, einnig þekktur sem lunchbaglujan. Lujan er þekkt fyrir ögrandi, dálítið tortryggilegan húmor, vináttu við son Donald Trump og þá staðreynd að hún er ekki einfaldur hermaður, heldur sérfræðingur í Psyops - sálfræðiaðgerðum.

Hér er tengill á Youtube síðu hennar:

https://www.youtube.com/watch?v=JFlB2lVPoWo

Á starfsvettvangi bandarískra hermanna segir að slíkir „hermenn eru þekktir fyrir sérfræðiþekkingu á samskiptum - nota óhefðbundnar aðferðir til að sannfæra og hafa áhrif á erlenda bandamenn og óvini til stuðnings markmiðum bandaríska hersins.

Sem sagt starf hennar hjá hernum er að fá fólk til að ganga í herinn.

 

Tómir hermannabraggar:
Bandaríski herinn hefur búið við skort á sjálfboðaliðum í nokkur ár. Þrátt fyrir fækkun herliðs (undanfarin 40 ár hefur starfsmönnum fækkað um nærri helming) og er núna mikill nýliðaskortur í gangi.

Árið 2022 tókst hernum aðeins að ráða 45.000 hermenn af fyrirhuguðum 60.000.

Í kjölfarið tilkynnti hersmálaráðherrann Christine Wormuth að meðlimir þjóðvarðliðsins og varaliðs hersins gætu verið kallaðir til virkrar herþjónustu.

Einingum gæti einnig fækkað enn frekar þar sem ómögulegt getur verið að manna allar núverandi deildir að fullu.

Ráðning til flughersins og sjóhersins gekk aðeins betur, en á mörkunum.

 

Þennan hermannaskort má rekja til nokkurra orsaka.

Í fyrsta lagi hafa Bandaríkin ekki nægilega hæfa umsækjendur.

Við erum að tala um land sem er með íbúafjölda upp á 333 milljónir manna!

Inngönguskilyrði eru mismunandi eftir þjónustugreinum hersins, en meginviðmiðin eru svipuð:

 

1 - umsækjandi þarf að vera á aldrinum 17 til 35 ára
2 - þeir verða að vera líkamlega og andlega heilbrigðir, lágmarks greindarvísitölu upp á 85 ( sem er í raun menn sem ættu ekki að fá vopn í hendur og eru stórhættulegir sjálfum sér og öðrum).
3 - þeir þurfa að framvísa stúdentsprófi og standast inntökupróf í samsvarandi námi
4 - Frambjóðandinn verður einnig að vera bandarískur ríkisborgari eða að minnsta kosti hafa grænt kort fyrir innflytjendur

 

Þrátt fyrir tiltölulega einfaldar kröfur hefur ekki verið auðvelt að finna rétta fólkið. Samkvæmt nýlegri rannsókn Pentagon eru aðeins 23% ungs fólks í Bandaríkjunum hæf til herþjónustu.

Hinir eru með heilsufarsvandamál: offitu, geðraskanir og fíkn og eru ansir margir sem hafa ekki nægilega greind.

En talið er að 10% af mannfjöldanum sé með greindarvísitölu undir 85.

Í Víetnam stríðinu, tók inn herinn alla sem hægt var að ná í, líka menn með lága greindarvísitölu. Afleiðingarnar voru skelfilegar og þessir menn voru gríðarlega hættulegir, aðallega gagnvart eigin herfélögum. Orð eins og fallbyssufóður, var annað heiti yfir þá.

Ástandið hefur versnað vegna kórónuveirufaraldursins þar sem einangrun hafði veruleg áhrif á bandarísk skólabörn og tók toll af líkamlegri heilsu þeirra.

Þar að auki hefur Covid lokun gert ungt fólk óákveðnari. Rannsóknir sýna að karlar sem stunduðu fjarnám í framhaldsskóla og stunduðu minni samskipti við jafnaldra eru líklegri til að fresta mikilvægum ákvörðunum eins og að sækja um í háskóla eða ganga í herinn.

Nýliðun er einnig að verða erfiðari vegna þess að ungum Bandaríkjamönnum sem þjást af fíkn fer vaxandi. Sem dæmi má nefna að áfengis- og vímuefnaneysla gerir um 11% þeirra sem eru hæfir að öðru leyti vanhæfir.

Að auki er marijúana í einhverri mynd nú löglegt í flestum ríkjum.

Hins vegar geta þeir sem nota efnið enn ekki skráð sig í herinn.

 

Brottfall úr framhaldsskólum er annað vandamál sem hefur áhrif á herþjónustu. Árið 2020 útskrifuðust aðeins 3,2 milljónir nemenda úr framhaldsskólum í Bandaríkjunum, en þeir sem eru án prófskírteinis geta ekki skráð sig.

Jafnvel þótt Bandaríkin ættu tvöfalt fleiri heilbrigt og menntað ungt fólk, myndi herinn samt standa frammi fyrir skorti á sjálfboðaliðum, vegna þess að nýjar kynslóðir hafa ekki lengur virðingu fyrir hernum.

Woke gildi hefur gert herinn óspennandi.

 

Óskipulegur brottflutningur hermanna frá Afganistan, sífellt sundraðara innanlandsstjórnkerfi, og deilur um hlutverk NATO í nútímanum vekja upp vandamál – og allmargar óþægilegar spurningar – fyrir bandaríska herinn.

Þar að auki er herinn gagnrýndur af stjórnmálamönnum bæði til vinstri og hægri.

Hinir fyrrnefndu segja hana vera vígi kynþáttafordóma, hómófóbíu og heimsvaldastefnu. Þeir síðarnefndu telja að herinn fylgi Woke menningu í blindni og bregðist ekki nógu hratt og ákveðið við þjóðarógnunum.

Efasemdamenn benda einnig á þverstæðu laganna sem telja 17 ára börn ekki nógu gömul til að kaupa bjórdós, en nógu gömul til að deyja og drepa.

Mismunandi þjóðernishópar hafa einnig mismunandi viðhorf til hersins. Til dæmis eru svartir og latínumenn minna jákvæðir gagnvart bandaríska hernum en hvítir Bandaríkjamenn.

Hvorki hefðbundinn áróður um „protection of freedom
“ né „progressive" auglýsingar um minnihlutahópa í hernum hafa hjálpað til.

Árið 2018 var traust almennings á hernum metið 70%. Árið 2022 fór sú tala niður í 48%.

Að notast við áhrifavalda á Tiktok og Youtube til að laða ungt fólk í herinn er ekki að takast. Kannski er vandamálið, að hugsanaháttur Y og Z (Zoomers) kynslóðana er slíkur, það þetta er vonlaust. Og ef alvöru stríð brýst út, þá verða Bandaríkjamenn að koma á herskyldu, og "lemja" út Woke-ið úr Y og Z kynslóðunum.

Heimild: RT og fleiri.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband