Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Geta Bandaríkin orðið gjaldþrota?

 

Bandaríkin gjaldþrota

Svona spurning hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum síðan.

En er orðin lögmæt spurning í dag.

Bandaríkin skuldar tæpar 31,5 trilljarða dollara og skuldaþakið þeirra er að renna út í sumar.

Demokratar eru að biðja um að hækka skuldaþakið, annars geta Bandaríkjamenn ekki borgað skuldir sínar...sem sagt gjaldþrota.

 

Republicanar mótmæla hækkun skuldaþaks, enda má Bandaríkin ekki við að auka þjóðarskuldir og sérstaklega í ljósi þess að í dag er af-dollaravæðing í gangi.

Að auka skuldaþakið og prenta út peninga sem eru ekki til, mun hraða af-dollaravæðingunni.

Gjaldmiðill sem hrynur út af verðbólgu er ekki mikils virði.

Skynsamir Republicanar vilja fara aðra leið....minnka ríkisbákn og minnka skuldir.

 

Núna voru að koma fréttir frá Bandaríkjunum í dag að Republicanar hafi gefið eftir óráðsíu Demokrata og skuldaþakið verður hækkað, og greiðsluþrot stöðvað, alla vegna tímabundið. Sem sagt ógæfa Bandaríkjanna heldur áfram.

Ef skynsemin hefði ráðið, þá hefðu þeir farið í aðhalds aðgerðir til að stoppa skuldasöfnunina. Það kemur í ljós, þegar við fáum fleiri fréttir um hvernig samkomulag var náð á milli flokkana.

 

En geta Bandaríkin orðið gjaldþrota?

Já, tæknilega séð.

 

Hvað gerist ef Bandaríkin verða gjaldþrota, tíu atriði.

(1) Opinberir starfsmenn fá ekki borguð laun. Bandaríkjamenn flytja inn mun meira inn en þeir flytja út. Langvarandi viðskiptahalli og vaxtagjöld sliga þjóðfélagið. Minni peningar í innviði og þjónustu.

Við erum að tala um, sem dæmi sbr. gjaldþrot Argentínu. Stjórnkerfið hökktir út af flótta opinberra starfsmanna. Engin laun = engin vinna.

 

(2) Bankaáhlaup, fólk mun taka út allt fé sitt, alveg eins og Kreppunni miklu. Ríkið getur ekki fjármagnað tapið. Gjaldþrot fjármálageirans í heild.

 

(3) Kínverski gjaldmiðillinn gæti hrunið líka, því Kínverjar eiga heilmikið af Bandarískum treasury bonds. En Kína er reyndar að losa sig við dollara. Rússar eru öruggir, enda komnir út úr Vestrænu hagkerfistengslum.

 

(4) Bart economy - menn fara að skiptast á vörum, gamli hátturinn með vöruskipti.

 

(5) Sala opinberra eigna, væri ein leið Bandaríkjastjórnar, ekki ósvipað og Grikkir gerðu eftir 2008.

 

(6) Fjölda fólks missir húsnæði sitt, við Íslendingar þekkjum þetta með "Skjaldborg fjármálafyrirtækjana"

 

(7) Bond lawsuits - fjölda lögsókna vegna skuldabréfa myndi ná hæstum hæðum. Bandaríska eyjan (ríkjasamband) Puerto Rico varð í raun gjaldþrota og reikningurinn var sendur á Washington. Kröfuhafar hófu þá lögsókn á Bandaríkin til að tryggja kröfur sínar. Önnur ríki gætu gert kröfu á Bandaríkin, ef þau verða gjaldþrota.

 

(8) IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) Alveg eins og Íslendingar, þá gætu Bandaríkjamenn leitað á náðir IMF.

 

(9) Komast hjá því að borga skuldir sínar. Argentína reyndi þessa leið, en hún vildi borga 1/3 af skuldum sínum og fá afganginn afskrifaðann. Fjöldi kröfuhafa tók þessu tilboði. Svipað gætu Bandaríkin gert. En vandamálið, er að Argentína hefur verið efnahagslegri einangrun síðan og eru að vinna sig út úr því.

 

(10) Glæpatíðni myndi hækka, óeirðir og stjórnleysi.

 

Það er enginn alþjóðlegur sýslumaður til sem gæti neytt Bandaríkin að borga skuldir sínar, enda mesta herveldi í heimi.

 

Sennilega myndu Bandaríkjamenn byrja á því að semja við kröfuhafa og borga það sem þeir geta. Möguleiki að þeir setji náttúruauðlindir sem veð.

Reyni þjóðir heims hinsvegar að einangra Bandaríkin, þá mun það ekki takast.

Alveg eins og Rússland, þá hefur Bandaríkinn allt sem þau þarfnast innan sinna landamæra og gæti tæknilega séð lokað sig af.

 

En hvað um það, skuldaþakið var hækkað áðan og gálgafresturinn heldur áfram.

Ég skrifaði í annarri grein að dollarinn ætti inni 18 mánuði góða, á meðan Vestrið er í kreppu og dollarinn verður tímabundið skjól. En þetta er tímabundið.

Hérna er formúlan illa: Meiri peningaprentun, skuldabréfa útgáfa, = meiri verðbólga, sem þýðir að verðgildi dollarans minnkar. Verðgildi dollar minnkar = færri nota dollaran í millilanda viðskiptum og sem varaforða.

Hærri skuldir þýða, að sífellt stærri hlutur fer í vaxtagjöld, en þau eru um 1,5 trilljarður! Ofan á þetta allt saman þarf að fjármagna viðskiptahalla, sem fer sífellt stækkandi og það þýðir enn meiri peningaprentun og skuldir.

 

BRICS kemur saman í sumar, með  nýtt greiðslukerfi sem kemur í staðinn fyrir SWIFT greiðslu kerfið. Og eftir að greiðslukerfið er komið á, þá hefst undirbúningur fyrir nýjann BRICS gjaldmiðil, sem verður bakkaður með gulli.

Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota og dökkir tímir framundan, því af-dollarvæðing er framundan og það þýðir að USA getur ekki prentað út peninga eins og áður fyrir skuldum.

NÚNA ER KOMIÐ AÐ SKULDADÖGUM!

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=bAlF39Y_Lvw

 


Hvað varð um gatið á Ozon laginu?

Ozon lagið

Mikil móðursýki var um Ozon lagið á sínum tíma og fátt annað var rætt um en gatið á Ozon laginu.

En... síðan hvarf umræðan eins og dögg fyrir sólu. Glóbal warming móðursýkin tók við og hefur staðið í marga áratugi.

 

Þá áttu ýmis efni eins og hársprey og kælivökvi (refrigerant) fyrir ísskápa og önnur efni, sem áttu að skaða Ozon lagið, sem var rétt.

Ozon lagið er aðallega gert úr tveimur lögum, "magnetosphere" sem umkringir jörðina og ver hana fyrir geislum sólarinnar. Annars væri jörðin sviðin eins og Mars.

Og síðan er það hinn skjöldurinn sem ver Jörðina, en það er Ozon lagið.

Sem er gert úr 78% nitrogen og 21% súrefni og 1% önnur efni.

Ozon blokkar útfjólublátt ljós.

Þegar skaðleg efni komast upp í Ozon lagið, þá kemur gat á það. Og Jörðin er óvarinn gegn gamma geislum og UV-C, UV-B og Infrared.

 

Fyrsta skrefið til að vernda Ozon lagið var á Vínarráðstefnunni 1985 og þar grunnurinn lagður, hvernig átti að vernda Ozon lagið.

Og þann 16 september 1987 í Montreal ráðstefnunni, þá var stefnunni komið í endanlegt horf og hvernig átti að framfylgja henni.

Og öll ríki Jarðar skrifuðu undir yfirlýsingu, um hvaða efni áttu að taka við skaðlegum efnum fyrir Ozon lagið. Og það tókst að samþykkja og koma í framkvæmd. Sem er eina skiptið í sögu mannkyns að eitthvað er samþykkt af hverju einasta ríki heimsins.

 

Gatið á Ozon laginu er þarna ennþá! Þrátt fyrir verndunaraðgerðir, þá þá mun Ozon lagið ekki lagast fyrr en árið 2040.

Og ekki algjörlega fyrr en 2060, eða þar til Ozon lagið þykur Jörðina fullkomnlega, líka Suður pólinn. En þar var Ozon lagið stærst og skýrist af miklum kulda þar og var  stærst á því svæði.

 

Jörðin mun jafna sig og svo Ozon lagið.

Við þurfum bara að biða...

 

 


Þú ert sykursæt(ur)

 

sykur

 

Sykurfaraldurinn í heiminum...

Þegar ég skrapp í Hagkaup, um níuleytið að laugardagskveldi, þá gékk ég framhjá nammibarnum. Hann var troðfullur af ungmennum að versla sér sælgæti.

 

Nú hefur nammiát alltaf tíðkast, líka þegar ég var unglingur.

En þá var tíðin önnur, þá hreyfðu unglingar sig gríðarlega mikið, eða svo til þyndarlaust.

Í dag eru rafskútur, tölvur og farsímar, sem kyrrsetja unga fólkið. Foreldrar keyra börnin út um allt. Ég man að í Fossvogsskóla, þar sem 250 nemendur voru, var aðeins einn í yfirþyngd.

 

Hvað hefur breyst?

Jú, allur matur er sykraður niður í botn og fáir eru hreyfa sig almennilega.

Allt að 80% af fæðu í dag er með sykur innihaldi.

Ég var mældur með langtímablóðsykur upp á gildið 44, en eðlilegt er 20-42 og ég því á leið í sykursýki 2.

Ég taldi mig vera borða ágætismat.

En ef farið er í Bónus eða Krónuna, og farið er að skoða næringargildi, þá kemur áfallið...

Matur án sykurs er vandfundinn, sennilega er meira en 80% af matnum er beinlínis óhollur. Verslanirnar eru beinlínis sælgætissjoppur.

Mjólkurvörurnar eru sérstaklega varasamar, því flestir halda að þær séu hollar.

En það er ekki eðlilegt að upp að 10 grömm af 100 grömmum sé sykur.

Þetta er sykurdrulla í raun.

Og sama er með flestar vörurnar.

Maður fékk áfall, þegar maður fór að skoða innihaldslýsingarnar.

Allt sykurmettaður matur.

 

Ekki að undra að það er heilsfarslegt vandamál í gangi í þjóðfélaginu.

Við erum að sligast af velmegunar sjúkdómum, sem stafa af óhollu matarræði og hreyfingarleysi.

 

Eftir að ég mældist með langtíma blóðsykur, upp á 44, þá sneri ég við blaðinu, og tók út sykur eins og ég gat. Brauð og mjólk var kominn á bannlista.

Hreint skyr og rjómi og ostar, eru þó hið besta mál.

Viti menn, á aðeins 4 vikum, þá fór ég úr langtímablóðsykur úr 44 niður í 29!

Sem er ansi magnað. Fyrstu þrír dagarnir voru sérstakir og maður fékk svona doða, en þá var líkamaninn að afeitra sig frá sykrinum.

 

Keto, matarræðið var valið hjá mér. Þar eru uppistaða, kjöt, fiskur og grænmeti og matur með minna en 3 grömm af 100 grömmum. Prótein og fita eru hið besta mál.

 

Líkaminn, hefur þrjár leiðir til að fá orku úr mat.

1) Kolvetni (sykur og annað)

2) Prótein

3) Fita

 

Það sem gerist, er þegar sykurinn er tekinn í burtu, þá þarf líkaminn að ná í orku úr próteinum og svo fitu.

Þetta leiðir til þess að líkaminn aðlagar sig og fer niður í kjörþyngd með tímanum.

Engar orkusveiflur yfir daginn og meiri vellíðan, enda verið að innbyrða hágæða mat. Enginn unninn matur, brauð, sælgæti, gos eða mjólkurvörur með sykri.

Sykur er ávanabindandi. Því meira sem þú lætur ofan í þig sykur, því meira viltu af honum og borðar meira. Blóðsykur línuritið sýnir sveiflur upp og niður og orkuleysi þegar línan er niður og svengdar tilfinningin er þrúgandi.

Maður er það sem maður lætur ofan í sig.

 

Slæm fæða er ekki aðeins misnotkun á líkama, heldur hefur sykur áhrif á geðheilsu líka. Ef fólk bara vissi um magnið af sykri sem það er að innbyrða, þá myndi það staldra við.

Í dag, sér maður gríðarlegann fjölda ungmenna í yfirþyngd. Nokkuð sem sást ekki þegar ég var yngri.

Og ef þau eru í yfirþyngd í dag, hvernig verður þá ástandið á heilsu þeirra í framtíðinni? Fjölda velmegunarsjúkdóma er framundan.

Það er sykursýkis faraldur í gangi í heiminum dag. Hjartasjúkdómar og fleira.

Allt út af sykurfíkn, ábyrgðin er matvælaframleiðenda, sem eru aðeins að hugsa um eigin hag og sykra mat, til að fólk ánetist mat þeirra og kaupi meira. Græðgi..

 

Ég mæli með að fólk skoði myndina "That sugar Film"

Og þegar fólk er búið að horfa á myndina, þá fær það áfall.

Hérna er tengill á sýnishorni af myndinni:

https://www.youtube.com/watch?v=6uaWekLrilY

 


Úkraínamaður eða Rússi?

 

Nýju svæði Rússlands

Hvort ertu? Núna voru fjögur héruð innlimuð inn í Rússland og tugir milljónir Úkraínumanna eru úti um alla Evrópu og þar á meðal Íslandi.

 

Og fjöldi þeirra eru frá nýju Rússnesku svæðunum Donetsk, Zaporizhzhia, Lugansk og Kherson.

Nú þegar þetta fólk býr erlendis, hvað finnst þeim um uppruna sinn?

Telur það sig vera Rússa eða Úkraínumenn? Flestir sem ég þekki eru tvístígandi og eru áttavilltir, en ef þeir þurfa taka afstöðu, þá segja þeir að þeir séu raunverulega Rússar. Enda Rússar frumbyggjar þessa svæði frá upphafi. Frá tímum Kievian Rus, hefur Rússnesk menning verið allsráðandi í austurhlutanum.

Það er bara í vesturhlutanum, þar sem er töluð er Úkraínska.

Þar er ekki vafi, hvað þeir telja sig vera. Úkraínumenn...

 

Nú þegar eru milljónir Úkraínu manna í Rússlandi og Rússar líta á þá sem samlanda.

Þeir samlagast undir eins og aðlagast Rússnesku samfélagi og vinna sína vinnu.

 

Enginn vill þetta stríð og Rússneskum almenningi finnst sárt að þurfa berjast við bræður sína, því þeir segja að Úkraínumenn séu bræður. Það eru gríðarleg fjölskyldutengsl á milli landana. Flestir eiga vini eða ættingja, öðrum hvorum megin. Ég sjálfur tilheyrði fyrir stríð vinahópi sem samanstóð af Rússum og Úkraínumönnum.

Við í Vestrinu erum ekki fyllilega meðvituð, hve náin bönd eru á milli.

Sem friðarsinni, þá get ég varla beðið eftir að átökunum linni.

Að sjá alla þessa ungu menn falla, er grátlegt og maður fyllist sorg.

 

Viðhorf Rússnesk almennings er að Nato hafi gengið of langt í útþenslu sinni.

Og stríðið sé neyðar úrræði.

Og allir kenna Bandaríkjamönnum um og það er rétt mat.

Bandaríkin hótuðu kjarnorkustríði, þegar Sovétríkin ætluðu að setja kjarnorkuflugskeyti á Kúbu 1962.

Og hvað myndu þeir segja ef Rússar settu upp herstöðvar í Mexíkó eða Kanada? Allir vita að taka þarf tillit til landfræðilega stöðu landa með og staðsetningu herstöðva.

Og lönd vilja hugsa um varnir sínar, sérstaklega gegn eins herskáu ríki og Bandaríkin eru.

 

Nú þegar eru milljónir frá nýju svæðunum komin með Rússnesk vegabréf, og eru því búin að taka afstöðu. Jafnvel þó að Rússneska vegabréfið sé erfitt að vera með út af ferðalögum.

Rússar bjóða reyndar ÖLLUM í vesturhlutanum líka að gerast Rússneskir ríkisborgarar.

 

En framundan er val, hvort viltu vera Úkraínumaður eða Rússi?

Þegar fólk snýr heim frá Evrópu eftir stríðið, þá mun fólk elta atvinnu og peninga.

Það mun fara, þar sem uppbygging og atvinna er.

Ég tók fyrir í annarri grein, sem heitir "Um tjónaskrá ríkja", hver líklegasta staða verður eftir stríð? Í stuttu máli, verður vesturhluti Úkraínu, leppríki Rússa og austurhlutinn innlimaður.

 

En sjáum til, enginn veit framtíðina.

 


Vanhelguð stjórnarskrá

vanhelguð stjórnarskrá

 

Stjórnarskráin er brotin á hverjum degi og ekkert er gert, henni til varnar.

Það eru ekki einu sinni til refsirammi eða viðurlögð við brot á henni.

 

Samt á stjórnarskráin að vera æðsta plagg laga og þjóðarinnar.

Og öll önnur lög mega ekki stangast á við stjórnarskrá.

 

Það er ástæða fyrir því að stjórnarskráin er þverbrotin og ekki er borðin virðing fyrir henni. það vantar refsiramma við brotum á henni.

Ráðherrar og þingmenn og almennir borgar vita þetta og taka ekki mark á henni.

 

Þetta er ótrúlega sorglegt.

Því ef það væri tekið mark á henni, þá værum við ekki í EES og láta Brussel búa til lög og stjórna okkur.

Og almennir borgarar væru ekki að hunsa stjórnarskrána kerfibundið.

 

Svo mikið er vanvirðing gagnvart henni, að okkur tókst ekki einu sinni að fá í gegn nýja stjórnarskrá sem er alfarið byggt á íslenskum hagsmunum. Landsmenn sömdu sér nýja stjórnarskrá og samþykktu hana í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012.". Hefðin er að þjóðaratkvæðagreiðslur sýni vilja þjóðarinnar og það beri að fara eftir niðurstöðunni. Jafnvel þó um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sé um að ræða.

 

En burtséð frá nýju stjórnarskránni, þá er aðal vandamálið virðingarleysi og brot á ákvæðum þeirrar gömlu sem er helsta vandamálið í dag.

 

Fjöldi laga og regla ættu ekki að vera til, enda stangast á við stjórnarskránna.

 

Ef ég skil þetta rétt, þá virkar brot á stjórnarskrá svona:

Þegar almennir borgarar brjóta stjórnarskránna, þá er ekki til refsirammi í hegningarlögunum til að takast á við brotið.

Hinsvegar ættu dómarar að taka tillit til brota á stjórnarskránni í einkamálum.

Það þarf sem sagt að hefja einkamál til að stjórnarskráin sé virt.

Í einkamálum gæti dómari vísað til ákvæða laga í stjórnarskrá og "undir" laga sem skrifað eru og brot eru framin.

Ærumeiðingarmál, t.d. út af hatursorðræðu gegnvart þjóðerni og málfrelsi eru dæmi sem þarf að nota við í einkarétti.

Sem sagt, ef ég skil þetta rétt þá þarf að fara í einkamál, til að stjórnarskráin sé virt.

 

Kannski þurfum við að byrja á að virða gömlu stjórnarskránna, áður en við getum tekist á við nýja?





 


Gull

 

Gull

Gull er mikilvægasta fjárfesting sem hægt er að finna, notað í þúsundir ára sem bakhjarl gjaldmiðla.

Vesturlönd tapa rússnesku gulli - segir í frétt Bloomberg.
Eftir að G7 og ESB bönnuðu innflutning á rússnesku gulli, þá hafa önnur ríki, tekið við keflinu.

Fjöldi ríkja keppast um að fá rússneskt gull eftir að vestræn stjórnvöld lokuðu mörkuðum sínum sem hluti af Úkraínu-tengdum refsiaðgerðum gegn Moskvu, að því er Bloomberg greindi frá á þriðjudag.
G7, ESB og Sviss, hafa verið miklar gullmiðstöðvar, bönnuðu rússneskan gullinnflutning síðasta sumar til að reyna að skaða 20 milljarða dollara gulliðnaðinn í landinu.

Fyrir refsiaðgerðirnar var London stærsti áfangastaðurinn fyrir rússneskt gull.

En síðan stórir gullkaupabankar eins og JPMorgan Chase og HSBC Holdings hættu að versla með rússneskt gull, hafa fjölmargir litlir leikmenn, allt frá flutningafyrirtækjum til söluaðila, stigið inn, skrifaði Bloomberg.
Sameinuðu arabísku furstadæmin, Hong Kong og Tyrkland, eru núna sterkustu gullmarkaðir.
Vestrænar refsiaðgerðir hafa hindrað rússneskt gull aðgang að vestrinu og bannað kaupmönnum versla með rússneskt gull. En fyrirtækjum í öðrum löndum er ekki bannað að versla með gull, þar sem Vestræn lög ná ekki til þeirra.


Rússnesk gullframleiðsla eykst
Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem hafa orðið miðstöð góðmálmaviðskipta milli austurs og vesturs, hefur leyst Bretland af hólmi sem nýr helsti áfangastaður fyrir rússneskt gull, þar sem meira en $500 milljóna virði af gulli voru fluttar út þangað á sex mánuðum fram í ágúst.
Rússneskt gull að verðmæti um 305 milljóna Bandaríkjadala var rakið í gegnum flugvöllinn í Istanbúl á milli mars og ágúst á síðasta ári, sem gerir Tyrkland að öðrum stórum gullverslunarstað.
Fjármálafyrirtækið VPower Finance Security í Hong Kong, sem útvegar reiðufé og gull fyrir kínverska banka, annaðist meira en 300 milljónir dollara af rússneskum gullsendingum á milli mars og ágúst á síðasta ári, samkvæmt gögnum ImportGenius.

Á sama tíma juku rússneskir gullnámuframleiðendur framleiðslu um 26,5% á milli ára í mars, samkvæmt nýjustu gögnum frá Federal State Statistics Service (Rosstat). Gullframleiðsla jókst um meira en 30% miðað við febrúar. Fyrsta ársfjórðungur var 9,1% hærri en á sama tímabili í fyrra.

 

Gull er framtíðin:

BRICS þjóðir - Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka - vinna að því að styrkja bandalag sitt með nýjum gjaldmiðli. De-dollarization vísar til að draga úr yfirburði dollars á alþjóðlegum mörkuðum.

Það er ferli til að skipta út Bandaríkjadal sem gjaldmiðil sem notaður er til að versla með olíu og aðrar vörur, svo sem LNG (fljótandi jarðgas).
BRICS gjaldmiðilinn yrði bakkaður upp með gulli.

 

Hvað er mikið af gulli eftir?
Námufyrirtæki áætla magn gulls sem er eftir í jörðu á tvo vegu:
Forði - gull sem er hagkvæmt að vinna á núverandi gullverði
Auðlindir - gull sem verður hugsanlega hagkvæmt að vinna eftir frekari rannsókn, eða á hærra verðlagi

Rúmmál gullforða er hægt að reikna út nákvæmari en auðlindir, þó að þetta sé samt ekki auðvelt verkefni.
Áætlað er að gullbirgðir neðanjarðar séu um 50.000 tonn, samkvæmt bandarísku jarðfræðistofnuninni.
Til að setja það í samhengi hafa um 190.000 tonn af gulli verið unnin í heild, þó áætlanir séu mismunandi.
Miðað við þessar grófu tölur á eftir að vinna um 20%.
Ný tækni gæti gert það mögulegt að vinna úr þekktum forða sem nú er ekki hagkvæmt að vinna úr.

Ný tækni og gervigreind við gull leit getur lækkað framleiðslukostnað og hjálpað til við leit.

Stærstu gullsvæðin:
Stærsta einstaka gulluppspretta sögunnar hefur verið Witwatersrand-svæðið í Suður-Afríku. Witwatersrand stendur fyrir um það bil 30% af öllu gulli sem unnið hefur verið.
Aðrar helstu gulluppsprettur eru m.a. mjög djúpa Mponeng náman í Suður-Afríku, Super Pit og Newmont Boddington námurnar í Ástralíu, Grasberg námurnar í Indónesíu og námurnar í Nevada í Bandaríkjunum.
Kína er um þessar mundir stærsti gull framleiðslustaður heims, en Kanada, Rússland og Perú eru einnig helstu framleiðendur.
Hvað fyrirtæki varðar er Nevada Gold Mines í meirihlutaeigu Barrick Gold stærsta einstaka gullnámasamstæða í heimi og framleiðir um 3,5 milljónir únsur á ári.
Þrátt fyrir að enn sé verið að finna nýjar gullnámur, verða uppgötvanir á stórum innstæðum æ sjaldgæfari, segja sérfræðingar.
Þar af leiðandi kemur mesta gullframleiðslan í dag frá eldri námum sem hafa verið í notkun í áratugi.

 

Ólíklegir staðir til að finna gull:
Þótt gull í jörðu gæti verið erfitt að mæla, er það ekki eina uppspretta sem til er.

Það er líka gull á tunglinu.
Hins vegar er kostnaður við námuvinnslu og flutning þess aftur til jarðar talsvert hærri en verðmæti gullsins. Svo þetta er óraunhæfur möguleiki.


Að sama skapi eru einhver gullforði á Suðurskautslandinu sem gæti aldrei verið hagkvæmt í vinnslu vegna mikillar veðurskilyrða álfunnar.


Gull er einnig á víð og dreif um hafsbotninn, en er einnig talið óhagkvæmt að vinna.
Eitt hefur gull sem er ólíkt öðrum óendurnýjanlegum auðlindum eins og olíu, en það er hægt að endurvinna það. Þannig að við munum aldrei verða uppiskroppa með gull, jafnvel þegar við getum ekki lengur unnið það.
Mikið magn af gulli er notað í rafeindavörur sem almennt er litið á sem einnota, eins og farsíma. Magnið af gulli í meðalsíma er nokkurra punda virði.
Átak til að endurvinna gull sem unnið er úr rafeindaúrgangi er nú þegar langt á veg komið.

 

Gullforði eftir löndum og stærð:

1. Bandaríkin: 8.133,5 tonn. Gull er meira en 75% af gjaldeyrisforða þess.
2. Þýskaland: 3.359,1 tonn. Þýskaland heldur gullforða sínum í Deutsche Bundesbank í Frankfurt am Main, útibúi Seðlabanka Bandaríkjanna í New York og Englandsbanka í London.
3. Ítalía: 2.451,8 tonn. Kreppan á evrusvæðinu varð til þess að sumir kröfðust þess að stjórnvöld á Ítalíu seldu hluta af gullforða sínum til að afla fjár, en engar slíkar áætlanir hafa nokkru sinni gengið eftir.
4. Frakkland: 2.436,5 tonn. Fyrrum forseti Frakklands, Charles de Gaulle, var að hluta til ábyrgur fyrir hruni Bretton Woods kerfisins þegar hann kallaði bandaríska blöffið og byrjaði í raun að versla með dollara fyrir gull frá Fort Knox varasjóðnum.
5. Rússland: 2.301,6 tonn. Rússland tók fram úr Kína sem fimmta stærsti handhafi gula málmsins árið 2018. Litið var á aukningu Rússa á gullverslunum sínum sem tilraun til að auka fjölbreytni umfram bandarískar fjárfestingar. Rússar seldu aðallega bandarísk ríkisskuldabréf til að kaupa gull. Rússneski seðlabankinn sagði að eign hans í gullmolum hafi hækkað um eina milljón aura á síðasta ári þegar hann keypti gull í ljósi refsiaðgerða Vesturlanda.

Heildarvirði gulls í dag í heiminum: $10,564,741,604,881.50

Based on the current gold spot price of $2,046.75

Hvað um Ísland? Er einhver stefna með gull á Seðlabanka Íslands? Gullforði Íslands var 2013 aðeins 2 tonn.

Gull hefur alltaf verið gulls ígildi árþúsundum saman.

Heimildir Bloomberg og https://www.goldeneaglecoin.com/Guide/value-of-all-the-gold-in-the-world og https://lemurinn.is/2013/01/22/gullfordi-englandsbanka/ og https://www.investopedia.com/ask/answers/040715/what-countries-have-largest-gold-reserves.asp

 


Shanghai Cooperation Organization (SCO)

SCO

Afhverju er SCO svo mikilvæg samtök?

SCO var stofnað árið 2001, af Rússlandi , Kína, Kasakstan, Kirgisistan,, Tadsjikistan og Úsbekistan, til að ræða öryggis- og efnahagsmál í Mið-Asíu, með áherslu á að berjast gegn hryðjuverkum og efla viðskiptatengsl.

Fjögur áheyrnarríki sem hafa áhuga á að gerast aðili með fullri aðild (Afganistan, Hvíta-Rússland, Íran og Mongólía) og sex „ mögulegir samstarfsaðilar“ (Armenía, Aserbaídsjan, Kambódía, Nepal, Srí Lanka og Tyrkland).

Árið 2021 var tekin ákvörðun um að hefja aðildarferli Írans að SCO sem fullgildur meðlimur og Egyptaland, Katar og Sádi-Arabía urðu viðræðuaðilar.

 

Þrátt fyrir að meðlimir þess hafi haldið sameiginlegar heræfingar er hópurinn hvorki formlegt varnarbandalag, eins og NATO, né opinbert efnahagsbandalag eins og ESB. Það var hugsað sem vettvangur þar sem Kína og Rússland gætu stjórnað nágrannasamskiptum.

Á meðan BRICS löndin eru að einbeita sér að alheims efnahagssamtökum, þá er SCO með meiri áherslu á Mið Asíu, og tryggja Kína og Rússlandi ítök þar.

Enda eru þetta allt nágrannaríki.

 

Það sést þegar litið er á löndin, sést hve mikil efnahagseining þetta er.

SCO þekur um það bil 60% af flatarmáli Evrasíu, 40% jarðarbúa. Samanlögð landsframleiðsla þeirra er um 20% af vergri landsframleiðslu

 

Núna stendur yfir SCO fundur.

Utanríkisráðherrar Shanghai Cooperation Organization (SCO) munu hittast á föstudag í Indlandi, til að undirbúa dagskrá leiðtogafundar hópsins í júlí, þar sem 15 ákvarðanir eða tillögur verða undirritaðar. Aðgerðirnar munu efla samvinnu í viðskiptum, viðskiptum, öryggismálum og félags-menningarmálum meðal meðlima SCO. Búist er við að á fundinum verði fjallað um alþjóðleg málefni eins og Úkraínustríðið og ástandið í Afganistan, en samskipti Indlands og Pakistans verða ekki rædd.

 

Fundur utanríkisráðherra Shanghai Cooperation Organization (SCO) á föstudag mun undirbúa dagskrá leiðtogafundar hópsins í júlí, þar á meðal ráðstafanir til að efla samvinnu í öryggismálum, viðskiptum og viðskiptum.
Búist er við að fundurinn, sem utanríkisráðherra Indlands hr. S Jaishankar stýrir, muni skrifa undir 15 ákvarðanir eða tillögur sem miða að því að efla samvinnu á ýmsum sviðum.

„Þessi fundur mun vera í eðli sínu undirbúningsfundur fyrir júlí fundinn.

Þær 15 ákvarðanir sem hafa verið ræddar verða undirritaðar og sendar fyrir SCO leiðtogafundinn sem haldinn verður í Nýju Delí í júlí,“ sagði einn meðlima SCO.

Fundurinn mun einnig vera tækifæri til að ræða stöðu fjölþjóðlegrar samvinnu innan SCO, umbætur og nútímavæðingu hópa, svæðisbundin og alþjóðleg málefni, og ferlið við að taka Íran og Hvíta-Rússland sem fullgilda meðlimi, sagði Ravi.

Indverjar lögðu til ennfremur að tillögu um uppgjör á gagnkvæmum viðskiptum SCO meðlima í innlendum gjaldmiðlum þeirra, en væri á „mjög byrjunarstigi“ og engin ákvörðun hefur verið tekin enn sem komið er.

Líklega vilja Rússar, Kínverjar og Indverjar einbeita sér að BRICS gjaldmiðlinum og taka af-dollaravæðinguna þar.

Svo virðist sem að einhverju leiti, þá skarast mál BRICS og SCO, en eins og áður sagði, þá ætla Kínverjar, Rússar og Indverjar að leggja meira áherslu á alheimshlutann og BRICS, þessar þrjár þjóðir eru burðarásar í BRICS og SCO.

Einbeita sér að búa til nýjan gjaldmiðil, og greiðslukerfi í staðinn fyrir SWIFT. Hugsanlega gætum við séð fríverslunar samsteypu.

 

Og þá væri gott fyrir Ísland að geta gert fríverslunarsamning við BRICS.

Því miður þá er Ísland að sökkva dýpra og dýpra inn í ESB hítið, með innleiðingu 35 greinarinnar sem núna er verið að fjalla á alþingi.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband